Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2016 15:45 Við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. vísir/gva Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. Hún sagðist hafa verið reið, pirruð og vímuð við fyrri framburð og segir mennina ekki hafa gert sér neitt illt. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gagnvart konunni og sambýlismanni hennar í júlí 2014. Þeir eru sagðir hafa veist að parinu með því að hafa slegið það ítrekað í andlitið með krepptum hnefa. Þá eru þeir sagðir hafa tekið utan um háls konunnar og hert að áður en þeir hafi þvingað parið upp í bíl til sín. Konunni hafi hins vegar tekist að sleppa út um glugga bílsins.Sjá einnig:Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Maðurinn hlaut, að því er fram kemur í ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggnum. Tveir sakborninga hafa hlotið þunga dóma, þeir Alvar Óskarsson, og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Allir þrír neita sök í málinu en þeir eru allir á fertugsaldri.Orðin edrú og man betur núna Konan, sem er á fimmtugsaldri, dró framburð sinn að öllu leyti til baka þegar hún bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég hef sjálfsagt verið pirruð og reið því þeir skildu mig eftir. En ég hef líka breyst, er orðin edrú og man betur núna,“ sagði konan, spurð út í breyttan framburð. Fram kom í vitnaleiðslum yfir ákærðu að engin tengsl voru á milli þeirra þriggja og parsins. Parið var í för með félaga eins sakborningsins, Alvars Óskarssonar, sem hafði reynt að fá Alvar til þess að lána sér pening. Alvar sagði parið hafa í kjölfarið sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Alvar hafi mælt sér mót við félagann við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík, en að félaginn hafi orðið skelkaður og keyrt á brott – og skilið parið eftir. Hinir ákærðu hafi síðan boðist til að aka parinu. Konan segist hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum, en maðurinn sem ók, einn ákærðu, reiddist vegna þessa enda var um vinnubíl hans að ræða, en hann starfar sem leigubílstjóri. „Ég var í rugli á þessum tíma og get orðið svolítið óstýrilát. Ég kveikti mér í sígarettu, bílstjórinn reiddist og við það verða einhver orðaskipti og hann stoppar bara bílinn og ég rýk út. Svo vissi ég ekkert meir fyrr en ég var ein í myrkrinu,“ sagði hún.Blóðið líklega gamalt Konan leitaði á lögreglustöðina þetta kvöld þar sem hún sagði frá átökum inni í bílnum og að mennirnir hefðu kýlt sig þannig að losnað hefði um tennur hennar, og að hún hefði orðið svo hrædd að hún hefði misst þvag. Þá hafi mennirnir jafnframt ráðist á sambýlismann hennar. Hún sagðist í dag ekki muna hvernig áverkarnir hefðu verið tilkomnir. Líklega hefði hún dottið á leiðinni á lögreglustöðina en hún hafi verið búin neyta mikils magns fíkniefna þetta kvöld og að ekki sé ólíklegt að henni hafi skrikað fótur. Þá hafi hún ekki viljað viðurkenna að hafa pissað á sig. Við rannsókn á fatnaði hennar fannst blóð af sambýlismanni hennar, og var hún beðin um að skýra hvers vegna svo hafi verið. „Þegar hann [sambýlismaðurinn] er í rugli er mikið vesen á honum. Það er alls konar drasl sem hann er að færa til eða frá og hann er að hrufla sig hingað og þangað. Þegar maður er í rugli fer maður ekki í bað daglega þannig að líklega er þetta gamalt blóð.“ Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. Hún sagðist hafa verið reið, pirruð og vímuð við fyrri framburð og segir mennina ekki hafa gert sér neitt illt. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gagnvart konunni og sambýlismanni hennar í júlí 2014. Þeir eru sagðir hafa veist að parinu með því að hafa slegið það ítrekað í andlitið með krepptum hnefa. Þá eru þeir sagðir hafa tekið utan um háls konunnar og hert að áður en þeir hafi þvingað parið upp í bíl til sín. Konunni hafi hins vegar tekist að sleppa út um glugga bílsins.Sjá einnig:Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Maðurinn hlaut, að því er fram kemur í ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggnum. Tveir sakborninga hafa hlotið þunga dóma, þeir Alvar Óskarsson, og Jónas Árni Lúðvíksson, fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Allir þrír neita sök í málinu en þeir eru allir á fertugsaldri.Orðin edrú og man betur núna Konan, sem er á fimmtugsaldri, dró framburð sinn að öllu leyti til baka þegar hún bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Ég hef sjálfsagt verið pirruð og reið því þeir skildu mig eftir. En ég hef líka breyst, er orðin edrú og man betur núna,“ sagði konan, spurð út í breyttan framburð. Fram kom í vitnaleiðslum yfir ákærðu að engin tengsl voru á milli þeirra þriggja og parsins. Parið var í för með félaga eins sakborningsins, Alvars Óskarssonar, sem hafði reynt að fá Alvar til þess að lána sér pening. Alvar sagði parið hafa í kjölfarið sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Alvar hafi mælt sér mót við félagann við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík, en að félaginn hafi orðið skelkaður og keyrt á brott – og skilið parið eftir. Hinir ákærðu hafi síðan boðist til að aka parinu. Konan segist hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum, en maðurinn sem ók, einn ákærðu, reiddist vegna þessa enda var um vinnubíl hans að ræða, en hann starfar sem leigubílstjóri. „Ég var í rugli á þessum tíma og get orðið svolítið óstýrilát. Ég kveikti mér í sígarettu, bílstjórinn reiddist og við það verða einhver orðaskipti og hann stoppar bara bílinn og ég rýk út. Svo vissi ég ekkert meir fyrr en ég var ein í myrkrinu,“ sagði hún.Blóðið líklega gamalt Konan leitaði á lögreglustöðina þetta kvöld þar sem hún sagði frá átökum inni í bílnum og að mennirnir hefðu kýlt sig þannig að losnað hefði um tennur hennar, og að hún hefði orðið svo hrædd að hún hefði misst þvag. Þá hafi mennirnir jafnframt ráðist á sambýlismann hennar. Hún sagðist í dag ekki muna hvernig áverkarnir hefðu verið tilkomnir. Líklega hefði hún dottið á leiðinni á lögreglustöðina en hún hafi verið búin neyta mikils magns fíkniefna þetta kvöld og að ekki sé ólíklegt að henni hafi skrikað fótur. Þá hafi hún ekki viljað viðurkenna að hafa pissað á sig. Við rannsókn á fatnaði hennar fannst blóð af sambýlismanni hennar, og var hún beðin um að skýra hvers vegna svo hafi verið. „Þegar hann [sambýlismaðurinn] er í rugli er mikið vesen á honum. Það er alls konar drasl sem hann er að færa til eða frá og hann er að hrufla sig hingað og þangað. Þegar maður er í rugli fer maður ekki í bað daglega þannig að líklega er þetta gamalt blóð.“
Tengdar fréttir Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum