Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2016 14:02 Mennirnir þrír ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. vísir/gva Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari við Grímsbæ í júlí 2014 neita allir sök í málinu. Tveir þeirra segjast einungis hafa verið að hjálpa öðru fórnarlambinu, sem skýri blóðslettur á fatnaði þeirra. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun .Vitnisburður tveggja sakborninga, Alvars Óskarssonar og Jónasar Árna Lúðvíkssonar, var nánast sá sami á meðan þriðji maðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Alvar og Jónas hafa báðir hlotið þunga dóma fyrir aðild þeirra að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi; Pólstjörnumálið í tilfelli Alvars og Papeyjarmálið í tilfelli Jónasar.Parið hafi dregist óvænt inn í deilurnar Upphaf deilnanna rekja Alvar og Jónas til peningaskuldar á milli Alvars og félaga Alvars og að þannig hafi parið, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri, dregist óvænt inn í þær deilur. Mennirnir þrír sem ákærðir eru í málinu eru sagðir hafa í sameiningu veist að parinu fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík áður en þeir hafi þvingað það upp í bíl sem þriðji maðurinn hafi ekið. Konunni hafi tekist að flýja út um glugga bílsins en að manninum hafi verið ekið í Garðabæ þar sem honum hafi verið haldið föngnum í allt að fjörutíu mínútur. Alvar og Jónas eru bornir mun þyngri sökum í ákærunni en þriðji maðurinn, en þeir tveir segja ákæruna að öllu leyti ranga. Er Alvari og Jónasi gefið að sök að hafa skipst á að veitast að manninum, meðal annars með kúbeini. Þriðji maðurinn hafi séð um aksturinn um kvöldið.„Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“vísir/gvaSakaður um að skulda 400 þúsund Að sögn sakborninganna er forsaga málsins sú að Alvar og Jónas höfðu setið að drykkju á English Pub í Hafnarfirði um kvöldið. Þeir hafi viljað halda drykkjunni áfram eftir lokun og því beðið þriðja manninn, sem starfar sem leigubílstjóri, að aka sér í iðnaðarhúsnæði sem þeir voru með á leigu til þess að sækja meira áfengi. Í millitíðinni hafi þeir komið við á næstu bensínstöð, N1, þar sem Alvar hafi hitt félaga sinn sem var í för með parinu. „Hann er að biðja þar um að fá lánaðan pening, sagðist vera í vandræðum. Ég sagðist ekki ætla að gera það því hann skuldaði mér nú þegar,“ sagði Alvar. „Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“ Alvar sagði parið hafa komið til sín í kjölfarið og sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Við það hafi hann reiðst enda hafi það verið lygi. Félaginn hafi þá keyrt af stað, með parinu, og ekki svarað síma sínum þegar Alvar hafi hringt. „Ég er þarna enn í uppnámi yfir þessu atviki, er ölvaður og vildi fá niðurstöðu. Er að hringja í hann [félagann] og hann svarar ekki. Ég fæ þá Jónas til þess að hringja í hann og blekkja hann til þess að hitta mig, sem hann samþykkir og við hittumst í Grímsbæ,“ sagði Alvar. Hann sagði parið hafa stigið út úr bíl vinar síns við Grímsbæ. Vinurinn hafi hins vegar orði hræddur og því ekið á brott og skilið parið eftir. Þeir þrír hafi því boðið parinu far.Sígarettan kveikjan að rifrildunum Alvar sagði konuna hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum. Fokið hafi í bílstjórann sem hafi stöðvað bílinn og skipað konunni að fara út úr bílnum. „Þá byrjuðu einhver rifrildi og endaði með því að hann stoppaði og sagði henni að fara út. Hún gerði það í einhverjum skapofsa.“ Maður konunnar var hins vegar eftir í bílnum. Að sögn Alvars reiddist maðurinn og fór fram á að konan yrði sótt því hún væri símalaus. Bílstjórinn hafi hins vegar neitað og að maðurinn hafi þá hrækt í andlitið á honum. „[Bílstjórinn] stendur upp og út úr bílnum í æsingi, rífur upp hurðina og lemur hann í andlitið,“ sagði Alvar, sem segist hafa fengið manninn í fangið á sér í kjölfarið.Sáu kúbeinið en beittu því ekki Alvar og Jónas sögðust báðir hafa aðstoðað manninn inn í iðnaðarhúsnæðið í Garðabæ, rétt honum tusku og hjálpað honum við að þrífa blóðið. Mikið hafi blætt úr skurði á höfðinu á honum og öðru auganu. Aðspurður um hvort kúbeini hafi verið beitt sögðust þeir ekki vita til þess, þeir hafi séð það í höndunum á þriðja manninum, bílstjóranum, en ekki séð hann nota það. Þegar saksóknari spurði hvers vegna föt þeirra hafi verið alblóðug sagði Jónas það stórlega ýkt að fötin hafi verið alblóðug. Líklega hafi verið einhverjar blóðslettur á fötunum eftir að þeir báru manninn inn í húsnæðið. Alvar tók undir þetta. Þeim tveimur hafi síðan tekist að róa mennina tvo. „Stuttu seinna rennur reiðin af [bílstjóranum]. Hann verður eitthvað sorry og sár yfir þessu. Það var ekki fallegt andlitið á manninum, allt í blóði. Það flosnar síðan upp úr þessu,“ sagði Jónas Árni. Leigubílstjórinn hafi að lokum ekið manninum heim. Alvar sagðist þá aðspurður hafa opnað sér bjór, þrifið sér og farið úr blóðugum jakkanum sínum og sett hann í poka. Þriðji maðurinn sem ákærður er, eða bílstjórinn, er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna umrædd kvöld. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir kvöldinu. „Það er ákveðin atburðarás í höfðinu á mér en hún breytist reglulega. Ég er búinn að sjá þetta svo oft fyrir mér í mörgum útgáfum, hvort sem ég er sofandi eða vakandi,“ sagði hann í vitnaleiðslum. Maðurinn hlaut, samkvæmt ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggum. Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Mennirnir þrír sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu gegn pari við Grímsbæ í júlí 2014 neita allir sök í málinu. Tveir þeirra segjast einungis hafa verið að hjálpa öðru fórnarlambinu, sem skýri blóðslettur á fatnaði þeirra. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun .Vitnisburður tveggja sakborninga, Alvars Óskarssonar og Jónasar Árna Lúðvíkssonar, var nánast sá sami á meðan þriðji maðurinn bar fyrir sig minnisleysi. Alvar og Jónas hafa báðir hlotið þunga dóma fyrir aðild þeirra að umfangsmestu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi; Pólstjörnumálið í tilfelli Alvars og Papeyjarmálið í tilfelli Jónasar.Parið hafi dregist óvænt inn í deilurnar Upphaf deilnanna rekja Alvar og Jónas til peningaskuldar á milli Alvars og félaga Alvars og að þannig hafi parið, karl og kona á fimmtugs- og sextugsaldri, dregist óvænt inn í þær deilur. Mennirnir þrír sem ákærðir eru í málinu eru sagðir hafa í sameiningu veist að parinu fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík áður en þeir hafi þvingað það upp í bíl sem þriðji maðurinn hafi ekið. Konunni hafi tekist að flýja út um glugga bílsins en að manninum hafi verið ekið í Garðabæ þar sem honum hafi verið haldið föngnum í allt að fjörutíu mínútur. Alvar og Jónas eru bornir mun þyngri sökum í ákærunni en þriðji maðurinn, en þeir tveir segja ákæruna að öllu leyti ranga. Er Alvari og Jónasi gefið að sök að hafa skipst á að veitast að manninum, meðal annars með kúbeini. Þriðji maðurinn hafi séð um aksturinn um kvöldið.„Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“vísir/gvaSakaður um að skulda 400 þúsund Að sögn sakborninganna er forsaga málsins sú að Alvar og Jónas höfðu setið að drykkju á English Pub í Hafnarfirði um kvöldið. Þeir hafi viljað halda drykkjunni áfram eftir lokun og því beðið þriðja manninn, sem starfar sem leigubílstjóri, að aka sér í iðnaðarhúsnæði sem þeir voru með á leigu til þess að sækja meira áfengi. Í millitíðinni hafi þeir komið við á næstu bensínstöð, N1, þar sem Alvar hafi hitt félaga sinn sem var í för með parinu. „Hann er að biðja þar um að fá lánaðan pening, sagðist vera í vandræðum. Ég sagðist ekki ætla að gera það því hann skuldaði mér nú þegar,“ sagði Alvar. „Hann sagðist vera í veseni, eins og síðast þegar ég lánaði honum. Þá sagðist hann vera á barmi þess að verða drepinn. Ég lánaði honum þá en geri ekki þau mistök að gera það aftur.“ Alvar sagði parið hafa komið til sín í kjölfarið og sakað sig um að skulda félaganum 400 þúsund krónur. Við það hafi hann reiðst enda hafi það verið lygi. Félaginn hafi þá keyrt af stað, með parinu, og ekki svarað síma sínum þegar Alvar hafi hringt. „Ég er þarna enn í uppnámi yfir þessu atviki, er ölvaður og vildi fá niðurstöðu. Er að hringja í hann [félagann] og hann svarar ekki. Ég fæ þá Jónas til þess að hringja í hann og blekkja hann til þess að hitta mig, sem hann samþykkir og við hittumst í Grímsbæ,“ sagði Alvar. Hann sagði parið hafa stigið út úr bíl vinar síns við Grímsbæ. Vinurinn hafi hins vegar orði hræddur og því ekið á brott og skilið parið eftir. Þeir þrír hafi því boðið parinu far.Sígarettan kveikjan að rifrildunum Alvar sagði konuna hafa kveikt sér í sígarettu í bílnum. Fokið hafi í bílstjórann sem hafi stöðvað bílinn og skipað konunni að fara út úr bílnum. „Þá byrjuðu einhver rifrildi og endaði með því að hann stoppaði og sagði henni að fara út. Hún gerði það í einhverjum skapofsa.“ Maður konunnar var hins vegar eftir í bílnum. Að sögn Alvars reiddist maðurinn og fór fram á að konan yrði sótt því hún væri símalaus. Bílstjórinn hafi hins vegar neitað og að maðurinn hafi þá hrækt í andlitið á honum. „[Bílstjórinn] stendur upp og út úr bílnum í æsingi, rífur upp hurðina og lemur hann í andlitið,“ sagði Alvar, sem segist hafa fengið manninn í fangið á sér í kjölfarið.Sáu kúbeinið en beittu því ekki Alvar og Jónas sögðust báðir hafa aðstoðað manninn inn í iðnaðarhúsnæðið í Garðabæ, rétt honum tusku og hjálpað honum við að þrífa blóðið. Mikið hafi blætt úr skurði á höfðinu á honum og öðru auganu. Aðspurður um hvort kúbeini hafi verið beitt sögðust þeir ekki vita til þess, þeir hafi séð það í höndunum á þriðja manninum, bílstjóranum, en ekki séð hann nota það. Þegar saksóknari spurði hvers vegna föt þeirra hafi verið alblóðug sagði Jónas það stórlega ýkt að fötin hafi verið alblóðug. Líklega hafi verið einhverjar blóðslettur á fötunum eftir að þeir báru manninn inn í húsnæðið. Alvar tók undir þetta. Þeim tveimur hafi síðan tekist að róa mennina tvo. „Stuttu seinna rennur reiðin af [bílstjóranum]. Hann verður eitthvað sorry og sár yfir þessu. Það var ekki fallegt andlitið á manninum, allt í blóði. Það flosnar síðan upp úr þessu,“ sagði Jónas Árni. Leigubílstjórinn hafi að lokum ekið manninum heim. Alvar sagðist þá aðspurður hafa opnað sér bjór, þrifið sér og farið úr blóðugum jakkanum sínum og sett hann í poka. Þriðji maðurinn sem ákærður er, eða bílstjórinn, er einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna umrædd kvöld. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir kvöldinu. „Það er ákveðin atburðarás í höfðinu á mér en hún breytist reglulega. Ég er búinn að sjá þetta svo oft fyrir mér í mörgum útgáfum, hvort sem ég er sofandi eða vakandi,“ sagði hann í vitnaleiðslum. Maðurinn hlaut, samkvæmt ákæru, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, brot á framristarbeini, skurð á enni, skurð á kálfa, mar á handlegg og brjóstkassa, og konan hlaut mar á brjóstkassa, baki og framhandleggum.
Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00