Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Frauke Petry einn leiðtoga þjóðernisflokksins AfD fagnaði úrslitunum í gær. Nordicphotos/AFP Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira