Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Frauke Petry einn leiðtoga þjóðernisflokksins AfD fagnaði úrslitunum í gær. Nordicphotos/AFP Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þjóðernisflokkurinn AfD (Alternative für Deutschland) vann nokkurn sigur í fylkiskosningum í Þýskalandi í gær. Kosið var í þremur fylkjum, Saxlandi-Anhalt, Rínarlandi-Pfalz og Baden-Württemberg. AfD-flokkurinn átti áður enga fulltrúa á fylkisþingunum en náði engu að síður góðum árangri. Flokkurinn á þó þegar fulltrúa á fimm öðrum fylkisþingum. Þrátt fyrir sókn þjóðernissinna stefnir í að stjórnir allra fylkjanna haldi velli.Árangur AfD þykir vera mikið áfall fyrir stjórn Angelu Merkel Þýskalandskanslara en AfD hefur mótmælt frjálslyndri innflytjenda- og flóttamannastefnu hennar og vill koma á harðari innflytjendalöggjöf. Stefna og ummæli leiðtoga AfD hafa vakið mikla reiði á meðal fjölda Þjóðverja. Frauke Petry, einn leiðtogi flokksins, lét þau ummæli falla í kosningabaráttunni að landamæralögreglu í Þýskalandi ætti að vera heimilt að skjóta flóttamenn sem koma ólöglega til Þýskalands. Stuðningur við AfD er túlkaður sem höfnun á stefnu Merkel en til að mynda tapaði flokkur hennar, Kristilegir demókratar, fylgi í öllum kosningunum. Fylgistapið var mest í Baden-Württemberg þar sem flokkur Merkel tapaði um 12 prósentum samkvæmt útgönguspám. Flokkurinn hefur aldrei verið jafn lítill í fylkinu með 27 prósent atkvæða. Kristilegir demókratar eru þó enn sem áður stærsti flokkurinn í Saxlandi-Anhalt. Varakanslari Þýskalands, Sigmar Gabriel, sagði á laugardaginn að árangur AfD myndi ekki breyta stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á sama tíma gengu um 2.000 þjóðernissinnar fylktu liði um stræti Berlínarborgar og hrópuðu: „Við erum fólkið, Merkel þarf að fara.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira