Þrettán ára bandarískur drengur fyrirfór sér eftir margra ára einelti Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2016 09:56 Daniel Fitzpatrick. Mynd/Gofundme Þrettán ára drengur frá Staten Island í New York fyrirfór sér í síðustu viku eftir að hafa þurft að þola einelti í skóla sínum um margra ára skeið. Í frétt Independent segir að Daniel Fitzpatrick hafi skilið eftir sig harmrænt kveðjubréf þar sem hann útskýrir ástæður þess að hann hafi ákveðið að svipta sig lífi. Í bréfinu segir að skólafélagar hans í Holy Angels Catholic Academy hafi ekki líkað við sig og hætt að tala við sig. Hafi hann lent í útistöðum við þá sem lögðu sig í einelti, en sama hvort hann veitti þeim mótstöðu eða ræddi við kennara þá hafi ekkert við gert til að stöðva eineltið. „Ég gafst upp,“ stendur í handskrifuðu bréfi Daniel. „Kennararnir... þeir gerðu ekkert.“Systir Daniel kom að honum látnum Sautján ára systir Daniel, Kristin, kom að honum látnum í risi heimilis fjölskyldunnar á fimmtudaginn. „Sonur minn ætti ekki að þurfa að deyja til að hlustað sé á hann,“ sagði Maureen Fitzpatrick, móðir Daniel, í samtali við New York Daily News, og segir eitthvað mikið vera að þegar börn geti ekki leitað til fullorðinna í ábyrgðarstöðum. „Ekkert foreldri á að þurfa að jarða barnið sitt.“Faðir Daniels beinir orðum til foreldra eineltisseggjanna Faðir Daniel, sem ber sama nafn og sonur sinn, hefur nú birt um tuttugu mínútna myndband þar sem hann beinir orðum sínum meðal annars til foreldra eineltisseggjanna. „Það sem ég vil segja er að ég vona að þið þurfið aldrei að ganga í gegnum það sem fjölskylda mín gengur nú í gegnum. Þið fáið að halda utan um börnin ykkar alla daga og öll kvöld það sem eftir er. Ég fæ ekki að gera það lengur. Litlu skrímslin ykkar sviptu mér og konunni minni þessu.“ Fjölskylda Daniels hefur nú hafið fjársöfnun til að fjármagna útför Daniels. „Við viljum að Daniel fái almennilega útför, auk þess að beina kastljósinu að því einelti sem drap hann,“ segir systir Daniels á fjármögnunarsíðunni. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þrettán ára drengur frá Staten Island í New York fyrirfór sér í síðustu viku eftir að hafa þurft að þola einelti í skóla sínum um margra ára skeið. Í frétt Independent segir að Daniel Fitzpatrick hafi skilið eftir sig harmrænt kveðjubréf þar sem hann útskýrir ástæður þess að hann hafi ákveðið að svipta sig lífi. Í bréfinu segir að skólafélagar hans í Holy Angels Catholic Academy hafi ekki líkað við sig og hætt að tala við sig. Hafi hann lent í útistöðum við þá sem lögðu sig í einelti, en sama hvort hann veitti þeim mótstöðu eða ræddi við kennara þá hafi ekkert við gert til að stöðva eineltið. „Ég gafst upp,“ stendur í handskrifuðu bréfi Daniel. „Kennararnir... þeir gerðu ekkert.“Systir Daniel kom að honum látnum Sautján ára systir Daniel, Kristin, kom að honum látnum í risi heimilis fjölskyldunnar á fimmtudaginn. „Sonur minn ætti ekki að þurfa að deyja til að hlustað sé á hann,“ sagði Maureen Fitzpatrick, móðir Daniel, í samtali við New York Daily News, og segir eitthvað mikið vera að þegar börn geti ekki leitað til fullorðinna í ábyrgðarstöðum. „Ekkert foreldri á að þurfa að jarða barnið sitt.“Faðir Daniels beinir orðum til foreldra eineltisseggjanna Faðir Daniel, sem ber sama nafn og sonur sinn, hefur nú birt um tuttugu mínútna myndband þar sem hann beinir orðum sínum meðal annars til foreldra eineltisseggjanna. „Það sem ég vil segja er að ég vona að þið þurfið aldrei að ganga í gegnum það sem fjölskylda mín gengur nú í gegnum. Þið fáið að halda utan um börnin ykkar alla daga og öll kvöld það sem eftir er. Ég fæ ekki að gera það lengur. Litlu skrímslin ykkar sviptu mér og konunni minni þessu.“ Fjölskylda Daniels hefur nú hafið fjársöfnun til að fjármagna útför Daniels. „Við viljum að Daniel fái almennilega útför, auk þess að beina kastljósinu að því einelti sem drap hann,“ segir systir Daniels á fjármögnunarsíðunni.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira