Það sem meira er hefur liðið ekki skorað fleiri mörk við upphaf leiktíðar í heil 121 ár eða frá því tímabilinu 1895/1896. Kannski kominn tími til.
Liverpool er búið að spila ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni og þrjá leiki í deildabikarnum eða samtals fjórtán leiki. Liðið er búið að skora 40 mörk í þessum 14 leikjum.
Fyrir 121 ári síðan skoraði Liverpool 48 mörk í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins en lærisveinar Klopps geta kannski stefnt á það met á næsta ári.
Framherjaþríeykið Roberto Firmino, Phillipe Coutinho og Sadio Mané bera mesta ábyrgð á þessu markaflæði Liverpool-liðsins en saman eru þeir búnir að skora 16 mörk í fyrstu ellefu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
40 - @LFC have scored 40 goals in 14 games so far this season; their best tally after 14 games in 121 years (48 in 1895-96). Rampant #lfc pic.twitter.com/Kde41uytJZ
— OptaJoe (@OptaJoe) November 10, 2016