Ritari „falsaða“ skjalsins hafnar kenningum Vigdísar Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 13:46 Samningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Vísir Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016 Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09