Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 10:45 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09