Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 10:45 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sem ítrekað hefur gagnrýnt það að gögn sem snúi að endurreisn föllnu bankana skuli ekki vera opinber, segir samning um eignatilfærslu úr þrotabúi gamla Landsbankans sanna það að skjalafals hafi átt sér stað í fjármálaráðuneytinu í tíð síðustu ríkisstjórnar. Vigdís mætti með eintök sín af samningnum í viðtal við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun. Í samningnum, sem birtur hefur verið opinberlega, er vísað í lið 4.2 (b) sem vantar. Vigdís telur að þessi samningsliður hafi verið útmáður og hvatti þáttastjórnendur til að birta vinnugögn hennar á Vísi, en þau má finna með fréttinni. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Uppfært 12.05: Líkt og lesendur Vísis hafa bent á, er alls ekki ósennilegt að einfaldlega sé um innsláttarvillu að ræða og að vísa eigi í lið 3.2 (b) en ekki 4.2 (b), sem finnst hvergi. Tilvísunin er á þriðju síðu samningsins, sem skoða má í heild sinni neðst í fréttinni.Ekki í herferð gegn neinum sérstökum Vigdís hefur áður sakað starfsmenn fjármálaráðuneytisins um skjalafals. Hún hefur sagt að átt hafi verið við gögn um stofnun nýju bankanna á síðasta kjörtímabili sem þingmenn á Alþingi óskuðu eftir í fyrra. „Ég ætla ekki að benda á neinn sekan og það má enginn halda það að ég sé í einhverri herferð gegn einhverjum sérstökum,“ segir Vigdís meðal annars í viðtalinu. „Ég ber þá skyldu, sem kjörinn þingmaður þjóðarinnar, að upplýsa afglöp á vegum framkvæmdavaldsins.“ Sem fyrr segir, er samningurinn sem Vigdís vísar til í viðtalinu ekki trúnaðargagn. Þingmaðurinn segist þó telja að birta ætti öll trúnaðarskjöl um endurreisn bankanna og telur best að þingið fari í rannsókn á henni, sem og fyrri einkavæðingu bankanna. „Þjóðin verður að vita hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna hinna síðari, þegar kröfuhöfum voru færðir nýju bankarnir á silfurfati á einni nóttu,“ segir hún.Hlýða má á viðtalið við Vigdísi í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Ekki í valdi ráðuneytisins að gera gögnin opinber Ástæða þess að hluti gagna, sem varða samninga stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna, hefur stöðu trúnaðargagna er tvíþættur. 1. febrúar 2016 16:23
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09