Dagný: Vonandi það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:34 Dagný í baráttunni. vísir/ernir Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný. Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, sagði að það væru blendnar tilfinningar í leikslok, en Ísland tapaði 2-1 fyrir Skotlandi í kvöld. Liðið endaði þó efst í riðlinum og er á leið á EM í Hollandi næsta sumar. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Þetta er svekkjandi í dag, en við verðum bara að fara í sturtu og skola þetta af okkur í sturtunni og halda áfram að fagna EM-sætinu,” sagði Dagný í leikslok. „Ég veit ekki hvað vantaði uppá. Við vorum skrefinu á eftir í fyrri hálfleik í bæði fyrsta og annan bolta og við áttum mjög erfitt með að spila á samherja.” „Við komum okkur ekkert inn í leikinn fyrr en síðustu tuttugu mínúturnar og það var of seint held ég,” en Ísland fékk á sig fyrsta markið í undankeppninni í leiknum í kvöld. Dagný gerði lítið úr því. „Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark, en við reyndum að stíga upp. Það tók of langan tíma að finna lausnir á þeirra pressu, en þetta var svekkjandi tap.” Fanndís Friðriksdóttir jafnaði fyrir Ísland undir lok fyrri hálfleiks, en liðið náði ekki að fylgja eftir fínni frammistöðu í upphafi síðari hálfleiks. „Við fáum vítið dálítið í andlitið og þetta var ódýrt víti, finnst okkur. Við sköpuðum okkur nokkur hálffæri og við hefðum þurft að gera betur í lokasendingunni og fyrir framan markið,” en saknaði liðið Hörpu Þorsteinsdóttur? „Harpa er auðvitað frábær leikmaður, en við erum með breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Við eigum að geta dílað við þetta án Hörpu.” Mætingin var frábær í kvöld og stemningin mjög góð. „Stemningin var frábær og við erum þakklát fyrir allt fólkið sem kom á völlinn og studdi okkur áfram. Vonandi er þetta það sem koma skal í íslenskum kvennafótbolta og þetta gefur okkur aukakraft, en það var leiðinlegt að geta ekki unnið fyrir framan fólkið,” sagði Dagný.
Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Sjá meira