Margrét Lára: Verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:26 Margrét Lára lendir í tæklingu. vísir/ernir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi, 1-2, í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. „Við náðum okkar markmiðum; bæði að vinna riðilinn og komast á EM. Ef að við hefðum tapað fyrri leiknum úti og unnið hérna heima þá værum við í skýjunum, þannig við verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar með þetta,” sagði Margrét. „Hann var svo kaflaskiptur þessi leikur. Mér fannst við vera góða hluti, en duttum niður á köflum. Við byrjuðum leikinn illa og unnum okkurr svo inn í hann og mér fannst þetta vera 50-50 leikur í síðari hálfleik.” „Mér fannst ekkert sanngjarnt að þær hefðu stolið þessu frekar en við þannig að jafntefli hefðu eflaust verið sanngjörn úrslit.” Íslenska landsliðið má, þrátt fyrir tapið í kvöld, vel við una því liðið hefur tryggt sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. „Ég hef verið í riðlakeppni í undankeppni EM og ekki komist á EM. Við megum ekki gleyma því að þetta er stórkostlegur árangur og við töpuðum einum leik í þessum riðli gegn frábæru liði Skota. Við getum verið stolt og ánægð þetta." Rúmlega sex þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í kvöld, annan leikinn í röð, og var stemningin góð á pöllunum. „Það er bara klikkað að líta upp í stúku og ég treysti því að allt þetta fólk komi með okkur til Hollands því við þurfum á stuðningi að halda. Við ætlum að nota veturinn vel og bæta okkur allar svo við verðum tilbúnar í baráttuna á næsta ári,” en hvernig verður fagnað í kvöld? „Ég ætla ekki að segja þér það. Nei, við ætlum bara að hafa gaman og njóta stundarinnar. Vera hópurinn saman og fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt, bara aðeins að leyfa okkur að njóta,” sagði fyrirliðinn. Fótbolti Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að liðið megi bera höfuðið hátt þrátt fyrir tap gegn Skotlandi, 1-2, í síðasta leik liðsins í riðlinum fyrir undankeppni EM, en liðið hefur tryggt sér sæti á mótinu sem fer fram í Hollandi næsta sumar. „Við náðum okkar markmiðum; bæði að vinna riðilinn og komast á EM. Ef að við hefðum tapað fyrri leiknum úti og unnið hérna heima þá værum við í skýjunum, þannig við verðum að sjá stóru myndina og vera glaðar með þetta,” sagði Margrét. „Hann var svo kaflaskiptur þessi leikur. Mér fannst við vera góða hluti, en duttum niður á köflum. Við byrjuðum leikinn illa og unnum okkurr svo inn í hann og mér fannst þetta vera 50-50 leikur í síðari hálfleik.” „Mér fannst ekkert sanngjarnt að þær hefðu stolið þessu frekar en við þannig að jafntefli hefðu eflaust verið sanngjörn úrslit.” Íslenska landsliðið má, þrátt fyrir tapið í kvöld, vel við una því liðið hefur tryggt sig inn á þriðja Evrópumótið í röð. „Ég hef verið í riðlakeppni í undankeppni EM og ekki komist á EM. Við megum ekki gleyma því að þetta er stórkostlegur árangur og við töpuðum einum leik í þessum riðli gegn frábæru liði Skota. Við getum verið stolt og ánægð þetta." Rúmlega sex þúsund manns mættu á Laugardalsvöll í kvöld, annan leikinn í röð, og var stemningin góð á pöllunum. „Það er bara klikkað að líta upp í stúku og ég treysti því að allt þetta fólk komi með okkur til Hollands því við þurfum á stuðningi að halda. Við ætlum að nota veturinn vel og bæta okkur allar svo við verðum tilbúnar í baráttuna á næsta ári,” en hvernig verður fagnað í kvöld? „Ég ætla ekki að segja þér það. Nei, við ætlum bara að hafa gaman og njóta stundarinnar. Vera hópurinn saman og fara út að borða og gera eitthvað skemmtilegt, bara aðeins að leyfa okkur að njóta,” sagði fyrirliðinn.
Fótbolti Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti