Hallbera: Verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2016 19:42 Hallbera spilaði frábærlega í undankeppninni. vísir/ernir Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 1-2. „Maður er drullufúll, en það tekur nokkrar mínútur og við verðum að hugsa bara um að við unnum þennan riðil og erum með frábæra markatölu,” sagði Hallbera við Vísi í leikslok. „Auðvitað er leiðinlegt að tapa hér í kvöld. Mér fannst við ekki mæta nægilega grimmar í fyrri hálfleik og þær keyrðu yfir okkur á fyrstu 30 mínútunum. Það er ekkert í boði hjá okkur.” „Ég er ánægð með hvernig við komum út í síðari hálfleikinn og mér fannst við vera betri aðilinn. Mér fannst við óheppnar að fá á okkur þetta víti.” Það var ekki sjón að sjá íslenska liðið í fyrri hálfleik, en það lenti í vandræðum með öll grunnatriði leiksins; senda boltann, hreyfa sig og vinna varnarleikinn sem ein heild. „Ég hef engin svör hvað var í gangi í fyrri hálfleik. Við vorum að þröngva boltanum upp í svæði sem voru bara lokuð, en þegar við slökuðum á og spiluðum boltanum eins og við höfum verið að gera þá fannst mér þær ekki ógna okkur mikið.” „Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, þær fengu einhver færi, en mér fannst við vera betra liðið í síðari hálfleik. Það hefði verið frabært að ná allaveganna jafntefli, en við verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn og ég held við getum gert það.” Annan leikinn í röð mættu rúmlega sex þúsund manns á leik kvennalandsliðsins og var áhorfendameitð í hættu annan leikinn í röð, en ekki féll það. Hallbera var ánægð með mætinguna. „Það er bara frábært hversu mikið fólk hefur verið að styðja okkur og mér fannst við setja standard á það hvernig landsliðið megi búast við að það verði hér á heimavelli. Þetta er bara magnað að fá að taka þátt í þessu og maður er þaklátur öllum þeim sem komu,” sagði Hallbera að lokum. Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Íslands, segir að liðið verði bara að sætta sig við að hafa unnið riðilinn og að liðið geti vel við unað, þrátt fyrir tap gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld, 1-2. „Maður er drullufúll, en það tekur nokkrar mínútur og við verðum að hugsa bara um að við unnum þennan riðil og erum með frábæra markatölu,” sagði Hallbera við Vísi í leikslok. „Auðvitað er leiðinlegt að tapa hér í kvöld. Mér fannst við ekki mæta nægilega grimmar í fyrri hálfleik og þær keyrðu yfir okkur á fyrstu 30 mínútunum. Það er ekkert í boði hjá okkur.” „Ég er ánægð með hvernig við komum út í síðari hálfleikinn og mér fannst við vera betri aðilinn. Mér fannst við óheppnar að fá á okkur þetta víti.” Það var ekki sjón að sjá íslenska liðið í fyrri hálfleik, en það lenti í vandræðum með öll grunnatriði leiksins; senda boltann, hreyfa sig og vinna varnarleikinn sem ein heild. „Ég hef engin svör hvað var í gangi í fyrri hálfleik. Við vorum að þröngva boltanum upp í svæði sem voru bara lokuð, en þegar við slökuðum á og spiluðum boltanum eins og við höfum verið að gera þá fannst mér þær ekki ógna okkur mikið.” „Miðað við hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist, þær fengu einhver færi, en mér fannst við vera betra liðið í síðari hálfleik. Það hefði verið frabært að ná allaveganna jafntefli, en við verðum að sætta okkur við að vinna riðilinn og ég held við getum gert það.” Annan leikinn í röð mættu rúmlega sex þúsund manns á leik kvennalandsliðsins og var áhorfendameitð í hættu annan leikinn í röð, en ekki féll það. Hallbera var ánægð með mætinguna. „Það er bara frábært hversu mikið fólk hefur verið að styðja okkur og mér fannst við setja standard á það hvernig landsliðið megi búast við að það verði hér á heimavelli. Þetta er bara magnað að fá að taka þátt í þessu og maður er þaklátur öllum þeim sem komu,” sagði Hallbera að lokum.
Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira