Kæra fyrirtæki fyrir að ljúga að neytendum Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2016 05:00 Guðmundur Páll Ólafsson, formaður Félags Pípulagningameistara Félag pípulagningameistara hefur lagt inn kæru á hendur tveimur fyrirtækjum en félagið sakar þau um að starfa að pípulögnum í trássi við lög. Gangi ófaglærðir í störf meistara og því um vörusvik að ræða. Formaður stjórnar félagsins segir slíka starfsemi vera að færast í aukana.Hilmar Harðarsson, formaður Samiðn„Ég hef lagt inn kæru fyrir hönd félagsins vegna tveggja fyrirtækja. Þar starfar fyrirtækið við pípulagnir án þess að það starfi í forstöðu meistara. Það er bæði stórvarasamt fyrir neytendur sem og að það kemur niður á orðspori stéttarinnar. Að sama skapi munum við óska eftir lögbanni á starfsemi fyrirtækjanna,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, formaður Félags pípulagningameistara. „Við erum síðan með nokkur önnur fyrirtæki til skoðunar. Hingað eru einnig að koma Litháar í gegnum starfsmannaleigur og erum við að kanna réttindi þeirra fyrirtækja því samkvæmt lögum þarf pípulagningameistari að vera í forsvari fyrir verk sem unnin eru í pípulögnum.“Tryggvi Axelsson, forstjóri NeytendastofuMikill uppgangur er í íslensku efnahagslífi og skortur á iðnmenntuðu fólki í hinum ýmsu starfsgreinum. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að í gegnum átakið „einn réttur, ekkert svindl“, sem unnið er með ASÍ, sé grunurinn staðfestur um lögbrot fjölda fyrirtækja. „Við erum í átaki um að heimsækja fyrirtæki. Við erum að verða varir við það að í þessum uppgangi rekumst við æ oftar á fyrirtæki sem eru ekki með fagmenn á sínum snærum og stunda einnig svarta atvinnustarfsemi og önnur alvarlegri brot.“ Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir það skipta miklu máli að neytendur séu að fá þá vöru og þjónustu sem verið sé að kaupa og að menn sigli ekki undir fölsku flaggi. „Það er mikilvægt að menn hafi réttindi í því fagi sem þeir vinna við og að þeir greini rétt frá stöðunni. Neytendur eru varðir fyrir slíku á margvíslegan hátt og því mikilvægt að neytendur kanni þessa hluti og þekki rétt sinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Félag pípulagningameistara hefur lagt inn kæru á hendur tveimur fyrirtækjum en félagið sakar þau um að starfa að pípulögnum í trássi við lög. Gangi ófaglærðir í störf meistara og því um vörusvik að ræða. Formaður stjórnar félagsins segir slíka starfsemi vera að færast í aukana.Hilmar Harðarsson, formaður Samiðn„Ég hef lagt inn kæru fyrir hönd félagsins vegna tveggja fyrirtækja. Þar starfar fyrirtækið við pípulagnir án þess að það starfi í forstöðu meistara. Það er bæði stórvarasamt fyrir neytendur sem og að það kemur niður á orðspori stéttarinnar. Að sama skapi munum við óska eftir lögbanni á starfsemi fyrirtækjanna,“ segir Guðmundur Páll Ólafsson, formaður Félags pípulagningameistara. „Við erum síðan með nokkur önnur fyrirtæki til skoðunar. Hingað eru einnig að koma Litháar í gegnum starfsmannaleigur og erum við að kanna réttindi þeirra fyrirtækja því samkvæmt lögum þarf pípulagningameistari að vera í forsvari fyrir verk sem unnin eru í pípulögnum.“Tryggvi Axelsson, forstjóri NeytendastofuMikill uppgangur er í íslensku efnahagslífi og skortur á iðnmenntuðu fólki í hinum ýmsu starfsgreinum. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að í gegnum átakið „einn réttur, ekkert svindl“, sem unnið er með ASÍ, sé grunurinn staðfestur um lögbrot fjölda fyrirtækja. „Við erum í átaki um að heimsækja fyrirtæki. Við erum að verða varir við það að í þessum uppgangi rekumst við æ oftar á fyrirtæki sem eru ekki með fagmenn á sínum snærum og stunda einnig svarta atvinnustarfsemi og önnur alvarlegri brot.“ Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir það skipta miklu máli að neytendur séu að fá þá vöru og þjónustu sem verið sé að kaupa og að menn sigli ekki undir fölsku flaggi. „Það er mikilvægt að menn hafi réttindi í því fagi sem þeir vinna við og að þeir greini rétt frá stöðunni. Neytendur eru varðir fyrir slíku á margvíslegan hátt og því mikilvægt að neytendur kanni þessa hluti og þekki rétt sinn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira