15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2016 09:42 Héraðsdómur Norðurlands eystra Vísir/Pjetur Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27