Toppslagur sem á sér engan líkan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 06:00 Red Bull Leipzig er ekki vinsælasta liðið í Þýskalandi. vísir/getty Í kvöld fer fram alvöru toppslagur í einni stærstu deild Evrópu – slagur tveggja liða sem hafa stungið af á toppi deildarinnar. En þó að liðin séu jöfn að stigum eru þau afar ólík að nánast öllu leyti. Bayern München og RB Leipzig eigast við í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku 1. deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og eru með níu stiga forystu á næstu lið. Það verður því gríðarlega mikið undir á hinum glæsilega Allianz-leikvangi í München í kvöld. Til að undirstrika hversu ólík liðin eru þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þau mætast. Slíkt er nánast óþekkt í toppslag jafn sterkrar deildar og þýsku 1. deildarinnar, þar sem lítill hópur liða hefur skipst á að vinna þýska meistaratitilinn undanfarna áratugi. Leipzig er nýliði í deildinni. Það er aðeins sjö ára gamalt en það var stofnað af eigendum orkudrykkjarisans Red Bull eftir að hann keypti keppnisrétt SSV Markranstädt í fimmtu efstu deild þýsku deildakeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að liðið rauk upp hverja deildina á fætur annarri og eftir aðeins tvö ár í 2. deildinni tryggði það sér þátttökurétt í deild þeirra bestu. Leipzig hóf tímabilið af gríðarlegum krafti og tapaði ekki fyrstu þrettán leikjum sínum, sem er met hjá nýliða og þegar liðið komst í toppsæti deildarinnar eftir elleftu umferð var það í fyrsta sinn síðan í lok ágústmánaðar 1991 að lið frá austurhluta Þýskalands trónir á toppi deildarinnar. Einna helst mætti líkja ævintýri Leipzig við enska liðið Leicester, sem varð öllum að óvörum Englandsmeistari í vor. Það virðist reyndar vera þema í nokkrum deildum Evrópu, eins og sjá má hér til hliðar.graf/fréttablaðiðÞað þarf vart að fjölyrða um sögu Bayern München, sem er langsigursælasta lið Þýskalands og í hópi allra stærstu liða Evrópu. Það er 109 árum eldra en Leipzig og aðeins eitt fjögurra liða Evrópu sem hafa unnið allar þrjár stærstu Evrópukeppnirnar. Bayern hefur þar að auki ekki tapað fyrir nýliða í sextán ár, í alls 25 leikjum. Það ætti að vera öllum ljóst að ekkert lið nær jafn skjótum frama í einni bestu deild Evrópu án þess að hafa djúpa vasa. En Carlo Ancelotti, stjóri Bayern, segir að peningar séu ekki eina ástæðan fyrir velgengni Leipzig. „Þeir hafa náð að byggja upp ungt lið sem býr yfir miklum eldmóði. Peningarnir skipta ekki öllu máli. Það skiptir máli að vera vel skipulagðir og andrúmsloftið innan félagsins þarf að vera rétt. Þessi íþrótt krefst samvinnu og af þessum ástæðum tel ég að Leipzig hafi verið að standa sig virkilega vel,“ sagði hann. Lykilmaður í velgengni Leipzig er íþróttastjórinn Ralf Rangnick, sem á langan feril að baki. „Ralf sagði fyrir nokkrum vikum að það væri allt mögulegt,“ sagði Ralph Hasenhüttl, þjálfari Leipzig. Hann lítur þó á þennan leik sem bónusviðureign og segir að það hafi til að mynda verið mikilvægara að vinna Herthu Berlín, liðið í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst og eru nú níu stig á milli liðanna. „Við viljum nýta þennan leik til að sjá hversu langt við erum komnir í að þróa okkar leik. Það þykir okkur afar spennandi. En þessi leikur mun engu breyta um áætlanir okkar fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Í kvöld fer fram alvöru toppslagur í einni stærstu deild Evrópu – slagur tveggja liða sem hafa stungið af á toppi deildarinnar. En þó að liðin séu jöfn að stigum eru þau afar ólík að nánast öllu leyti. Bayern München og RB Leipzig eigast við í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku 1. deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og eru með níu stiga forystu á næstu lið. Það verður því gríðarlega mikið undir á hinum glæsilega Allianz-leikvangi í München í kvöld. Til að undirstrika hversu ólík liðin eru þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þau mætast. Slíkt er nánast óþekkt í toppslag jafn sterkrar deildar og þýsku 1. deildarinnar, þar sem lítill hópur liða hefur skipst á að vinna þýska meistaratitilinn undanfarna áratugi. Leipzig er nýliði í deildinni. Það er aðeins sjö ára gamalt en það var stofnað af eigendum orkudrykkjarisans Red Bull eftir að hann keypti keppnisrétt SSV Markranstädt í fimmtu efstu deild þýsku deildakeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að liðið rauk upp hverja deildina á fætur annarri og eftir aðeins tvö ár í 2. deildinni tryggði það sér þátttökurétt í deild þeirra bestu. Leipzig hóf tímabilið af gríðarlegum krafti og tapaði ekki fyrstu þrettán leikjum sínum, sem er met hjá nýliða og þegar liðið komst í toppsæti deildarinnar eftir elleftu umferð var það í fyrsta sinn síðan í lok ágústmánaðar 1991 að lið frá austurhluta Þýskalands trónir á toppi deildarinnar. Einna helst mætti líkja ævintýri Leipzig við enska liðið Leicester, sem varð öllum að óvörum Englandsmeistari í vor. Það virðist reyndar vera þema í nokkrum deildum Evrópu, eins og sjá má hér til hliðar.graf/fréttablaðiðÞað þarf vart að fjölyrða um sögu Bayern München, sem er langsigursælasta lið Þýskalands og í hópi allra stærstu liða Evrópu. Það er 109 árum eldra en Leipzig og aðeins eitt fjögurra liða Evrópu sem hafa unnið allar þrjár stærstu Evrópukeppnirnar. Bayern hefur þar að auki ekki tapað fyrir nýliða í sextán ár, í alls 25 leikjum. Það ætti að vera öllum ljóst að ekkert lið nær jafn skjótum frama í einni bestu deild Evrópu án þess að hafa djúpa vasa. En Carlo Ancelotti, stjóri Bayern, segir að peningar séu ekki eina ástæðan fyrir velgengni Leipzig. „Þeir hafa náð að byggja upp ungt lið sem býr yfir miklum eldmóði. Peningarnir skipta ekki öllu máli. Það skiptir máli að vera vel skipulagðir og andrúmsloftið innan félagsins þarf að vera rétt. Þessi íþrótt krefst samvinnu og af þessum ástæðum tel ég að Leipzig hafi verið að standa sig virkilega vel,“ sagði hann. Lykilmaður í velgengni Leipzig er íþróttastjórinn Ralf Rangnick, sem á langan feril að baki. „Ralf sagði fyrir nokkrum vikum að það væri allt mögulegt,“ sagði Ralph Hasenhüttl, þjálfari Leipzig. Hann lítur þó á þennan leik sem bónusviðureign og segir að það hafi til að mynda verið mikilvægara að vinna Herthu Berlín, liðið í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst og eru nú níu stig á milli liðanna. „Við viljum nýta þennan leik til að sjá hversu langt við erum komnir í að þróa okkar leik. Það þykir okkur afar spennandi. En þessi leikur mun engu breyta um áætlanir okkar fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira