Niklas Feierabend, nítján ára framherji hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Hannover, lést í umferðarslysi í Þýskalandi í gær.
Félagið tilkynnti þetta en Feierabend var farþegi í bíl sem hafnaði á tré snemma í gærmorgun. Tveir aðrir voru í bílnum og létust báðir.
„Allir liðsfélagar hans, þjálfarar, starfsmenn, stuðningsmenn og allir í Hannover eru í miklu áfalli vegna þessa,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.
„Niklas - við viljum ekki gleyma þér og munum aldrei gera það.“
Ferill Feierabend með Hannover var nýhafinn en hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá félaginu í upphafi ársins og átti enn eftir að spila sinn fyrsta aðalliðsleik með liðinu. Hann hafði þó tvívegis verið ónotaður varamaður.
Ungur framherji lést í bílslysi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



