Emil: Er í plús í pókernum og þannig verður það Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2016 08:00 Emil Hallfreðsson nýtur lífsins í villunni með strákunum okkar. vísir/vilhelm Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Emil Hallfreðsson var sallarólegur að vanda þegar Vísir spjallaði við hann í gær á hóteli íslenska landsliðsins í fyrsta og eina skiptið sem íslenskir fjölmiðlamenn fengu að skoða sig um á hóteli strákanna okkar. Íslenska liðið hefur hótelið út af fyrir sig en um glæsilegt hótel upp í fjallshlíð í Annecy er að ræða. Þar hafa okkar menn allt til alls. Emil er mjög vanur því að gista á hótelum. „Maður er nokkuð vanur þessu. Síðustu þrjá mánuðina í Udine var ég bara á hóteli. Þetta er topp aðstoða og við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Emil.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Þetta er bara svona við strákarnir í okkar villu. Það er fínt að fá frábært hótel bara fyrir okkur. Hér enginn að trufla okkur þannig við getum einbeitt okkur að því að ná endurheimt og slaka á.“ Strákarnir okkar hafa mikinn frítíma og þurfa þeir að finna sér eitthvað að gera til að drepa tímann. Á milli þess sem þeir fara í ræktina og ná endurheimt spila þeir tölvuleiki, púl, mínígolf, synda og grípa í spil. „Á kvöldin erum við strákarnir aðeins að grípa í pókerinn. Það verður að hafa gaman að þessu líka,“ segir Emil, en hvernig gengur honum? „Ég er í plús og þannig verður það,“ segir hann og brosir. „Þetta eru samt engar upphæðir sem við erum að spila upp á. Þetta er nú bara til að slaka á og drepa tímann.“Sjá einnig:Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Þegar Vísir spjallaði við Emil í gær var hann að horfa á leik Sviss og Albaníu. Hafnfirðingurinn hefur mjög gaman að því að horfa á fótbolta og gerir mikið af því. „Ég fylgist vel með og horfi mikið á fótbolta. Ég horfi mikið á ítalska boltann heima á Ítalíu og nú vil ég fylgjast með EM. Þegar maður var yngri var maður bara að horfa á leikina sér til gamans en nú er líka að taka þátt sem er skemmtilegt,“ segir Emil Hallfreðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille Fréttamenn 365 12. júní 2016 09:00 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
EM dagbók: Spræt er ekki sprít og fjörutíu er ekki fjórtán Tómas Þór Þórðarson fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á Evrópumótinu í Frakklandi og deilir upplifun sinni með lesendum. 12. júní 2016 10:00
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22