Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 17:02 Aron Einar Gunnarsson í rólegheitum á hótelinu í dag. vísir/vilhelm „Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
„Þetta er voða fínt hótel og er útsýnið gott. Hér höfum við allt til alls og við erum búnir að koma okkur vel fyrir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins í fótbolta, við Vísi á hittingi leikmanna og fjölmiðlamanna á liðshóteli strákanna okkar í dag. Fjölmiðlamenn sem fylgja liðinu eftir fengu að vera á hótelinu í klukkustund þar sem þeir skoðuðu sig um og tóku viðtöl við strákana. Á hótelinu er allt til alls fyrir strákana og fyrirliðinn hefur það gott.Sjá einnig:Ljósmyndari Visis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy „Menn geta spilað púl og fúsball. Svo er sundlaug og allt til sem maður getur óskað sér. Það verður leikið þétt þegar við förum af stað þannig það er gott að menn geti hvílt sig vel og náð góðri endurheimt sem við ættum að ná hér,“ sagði Aron Einar. Á annað hundrað öryggisvarða; bæði lögregla og sérsveitarmenn, koma að því að passa upp á strákana okkar. „Gæslan í kringum þetta er svakaleg. Þó að það sé hellidemba úti eru alltaf tveir verðir að rölta í kringum hótelið. Maður hefur aldrei verið í svona umhverfi áður. Það er gaman að vera hluti af þessu og manni líður eins og það sér eitthvað í gangi,“ sagði fyrirliðinn.Sjá einnig:Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur En er þessi gæsla ekki bara áminning um að menn séu virklega hræddir við að eitthvað geti gerst? „Bæði og. Þetta er aðallega fyrirbyggjandi. Menn hafa bara varann á sem er auðvitað gott. Núna fyrst er maður hættur að taka eftir þessum sérsveitargaurum sem fylgja okkur út um allt. Þetta er samt spes. Við fórum í golf um daginn og þar mætti einn sérsveitarmaðurinn með sniper-riffill í golfbíl. Það er ekkert eðlilegt,“ sagði Aron Einar og hló. En gat hann púttað með rifflinum? „Það var eitthvað eitthvað minna um það,“ sagði fyrirliðinn brosandi að lokum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Öryggisgæslan við hótel strákanna okkar í Annecy er gríðarleg en liðinu líður mjög vel. 11. júní 2016 15:55
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Emil: Þetta er bara kjaftæði Segir fréttir af meiðslum sínum rangar. Hann segir einnig að hótellífið er orðið venjulegt fyrir sig. 11. júní 2016 15:51
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22