Fótbolti

EM í dag: Hótelhittingur og bullurnar í Marseille

Tómas Þór Þórðarson skrifar
EM í dag er daglegur þáttur fréttateymis 365 frá Evrópumótinu í fótbolta sem kemur inn á Vísi klukkan níu alla morgna frá og með deginum í dag.

Þar fara blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis yfir það helsta sem er að gerast á mótinu, hvað er að frétta af strákunum okkar og gefa Íslendingum heima smá innsýn inn í lífið á Evrópumótinu og borgunum sem strákarnir okkar heimsækja.

Í þessum fyrsta þætti ræða þeir Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson um hótelið sem fjölmiðlamennirnir gista á, hótelhittinginn hjá strákunum okkar í glæsivillunni þeirra í gær og ensku og rússnesku bullurnar í Marseille sem eru nú þegar búnir að setja svartan blett á Evrópumótið.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×