Þessi 33 ára gamli brasilíski bakvörður skrifaði undir tveggja ára samning við Juventus með möguleika á árs framlengingu.
Alves lék með Barcelona í átta ár og vann allt sem hægt er að vinna með Katalóníuliðinu, þ.á.m. spænska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Juventus hefur orðið ítalskur meistari undanfarin fimm ár auk þess sem liðið varð bikarmeistari á síðasta og þarsíðasta tímabili.
Gamla frúin ætlar ekkert að gefa eftir en Juventus er einnig búið að kaupa bosníska miðjumanninn Miralem Pjanic frá Roma.
OFFICIAL: @DaniAlvesD2 signs for Juventus! https://t.co/RK6iuxYY6I #BemVindoDani pic.twitter.com/QIwPTNtXGy
— JuventusFC (@juventusfcen) June 27, 2016