Ari Freyr: Ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:55 Ari og sonur hans. vísir/getty Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum. Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum.
Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira