Ari Freyr: Ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:55 Ari og sonur hans. vísir/getty Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum. Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum.
Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira