Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 10:49 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn. Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta? Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir. Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa. Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn. Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta? Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir. Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa. Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01
Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09