Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 10:49 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn. Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta? Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir. Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa. Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan. Tengdar fréttir Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. Hann segir menn ekki geta vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir en í Fréttablaðinu í dag var greint frá því að verið sé að skoða að setja á hátekjuskatt í stjórnarmyndunarviðræðunum nú. Í færlsu á Facebook-síðu sinni spyr Bjarni hvers vegna fólk sem talar svona sé ekki látið svar fyrir hvað átt er við, en í samtali við Vísi í morgun sagði Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata og einn af þeim sem tekur þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir flokkinn, að ófjármögnuð samgönguáætlun setji strik í reikninginn. Bjarni spyr hvort það geti verið að yfirlýsingar um stöðu ríkisfjármála nú séu „ekkert annað en yfirvarp til að réttlæta nýja og hærri skatta? Frá mínum bæjardyrum séð er staðan betri en áður var gert ráð fyrir. Alþingi afgreiddi bæði fjármálaáætlun og fjáraukalög á síðustu mánuðum. Þar er dregin upp skýr mynd af stöðunni. Það helsta sem hefur breyst er að nú horfir til þess að skattar og gjöld skili a.m.k. 10 milljörðum meira til ríkisins en áður var áætlað á næsta ári. Á móti voru réttindi aldraðra og öryrkja aukin töluvert undir lok þingstarfa. Menn geta því ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir. Reyndar er alveg magnað að þegar við erum við hámark hagsveiflunnar sé verið að tala um þörf á nýjum sköttum til að auka útgjöld verulega,“ segir Bjarni í færslu sinni sem sjá má hér að neðan.
Tengdar fréttir Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01
Ófjármögnuð samgönguáætlun setur strik í reikninginn í stjórnarmyndunarviðræðum Einar Brynjólfsson, einn fulltrúa Pírata, segir fólk bjartsýnt fyrir fundarhöldum, en að tal um frábæra stöðu ríkissjóðs hafi ekki verið rétt. 23. nóvember 2016 10:09