„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:18 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður flokksins koma til fundar við Katrínu Jakobsdóttur í liðinni viku. vísir/ernir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“ Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. Formenn flokkanna funduðu í morgun og lauk fundinum um hádegi. Formennirnir funda aftur klukkan 16 í dag. „Við bárum saman bækur okkar og ætlum svo að hitta þingflokkana, fá stemninguna þar og auðvitað vinna úr nokkrum málum,“ segir Logi í samtali við Vísi. Aðspurður hvort komið sé að ögurstundu í viðræðunum segir Logi: „Ögurstund er nú dálítið dramatískt orð en auðvitað í nokkurra daga ferli þá getur auðvitað hvenær sem er brugðið til beggja vona en það er ekkert þannig í kortunum annað en að menn einsetji sér að finna lausnir og skoða þær og bera þær saman.“ Logi segir að verið sé að skoða stöðu ríkissjóðs en það vakti athygli í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að staðan væri þrengri en búist hefði verið við. Logi segir útgjöld kosta og auðvitað verði að finna leiðir til að fjármagna þau. „Þannig að það er svo sem bara allt opið í því,“ segir Logi. Hann svarar því ekki hvort hann telji að það muni liggja fyrir í dag hvort af myndun ríkisstjórnar verði eða ekki og segir Katrínu örugglega svara því en ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er búið að vera gott samtal og menn eru opnir og lausnamiðaðir og ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil svo við sjáum bara til,“ segir Logi.Þannig að þú ert bjartsýnn á að þið náið saman? „Já, ég er svona hóflega bjartsýnn.“
Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49 Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Menn geta ekki vísað í óvænta verri stöðu ríkisfjármála til að réttlæta skattahækkanir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, furðar sig á því að nú sé haldið fram í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og Viðreisnar að staða ríkisfjármála sé þrengri en búist var við. 23. nóvember 2016 10:49
Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. 23. nóvember 2016 12:29
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01