Flókin staða varðandi ríkisfjármál í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2016 12:29 Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. Formenn Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar ásamt viðræðuhópi Pírata komu saman til fundar í alþingishúsinu klukkan tíu í morgun og var áætlað að sá fundur stæði í tvær klukkustundir. Formennirnir fara í dag yfir vinnu fjögurra málefnahópa og ræða stóru málin eins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna orðaði það. Fram hefur komið í viðræðunum að staða ríkissjóðs sé þrengri en áður var talið, en ný lög um fjármálastefnu og fjárlög setja einnig strangari kröfu en áður um afkomu ríkissjóðs. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði fyrir formannafundinn í morgun að staðan í stjórnarmyndunarviðræðunum væri flókin, ekki hvað síst vegna stöðu ríkissjóðs sem þrengdi möguleika nýrrar stjórnar til uppbyggingar innviða og heilbrigðiskerfis eins og stefnt hefði verið að. „Það voru samþykkt ýmis fjárútlát á síðustu vikum þingsins sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun. Þannig að það munar einhverjum tugum milljarða,“ segir Benedikt. Þetta setji nýrri ríkisstjórn þrengri skorður en menn hefðu talið fyrir kosningar. Samkvæmt nýjum reglum sé ákvarðað hversu mikill afgangur eigi að vera á ríkissjóði á næsta ári.Verður erfitt fyrir ykkur að samþykkja aukna skattheimtu til að eiga fyrir þessum útgjöldum? „Við höfum ekki verið á því að það eigi að hækka skatta. Það er rétt,“ sagði Benedikt og var þá spurður af fréttamanni Ríkissjónvarpsins:En telur þú líklegt að það verði af þessari stjórnarmyndun? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Menn hafa reynt að sýna mikla lagni við þetta fram að þessu. En eins og Katrín hefur bent á þá koma flokkarnir frá mismunandi sjónarhorni. Þannig að það er ekki víst að það sé hægt að samræma öll sjónarmið,“ sagði formaður Viðreisnar. Benedikt sagði fundi í gær hafa gengið ágætlega og nýjar upplýsingar hefðu komið fram og formenn ætluðu að funda fram eftir degi í dag. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Smári McCarthy þingmaður Pírata taka báðir undir með Benedikt um að staða ríkisfjármála sé þrengri en áður var talið. Hvernig finnst þér andinn hafa verið í þessum viðræðum.Ertu bjartsýnn á að þetta muni takast að lokum? Ég er alltaf bjartsýnn. Mér finnst þetta hafa verið góðar viðræður. Það eru allir jákvæðir inni í viðræðunum. Við förum líka inn í þetta með galopin augun held ég. En þetta er auðvitað dálítið flókið. Það eru fimm flokkar sem eru að reyna að ná sér saman um hlutina,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Smári McCarthy er ánægður með viðræðurnar og vonar að þær haldi áfram á þeim jákvæðu nótum sem þær hafi verið, en vissulega settu ríkisfjármálin strik í reikninginn. Staðan var kannski ekki jafn jákvæð þegar við komum inn í þetta að hluta til vegna vanfjármagnaðra skuldbindinga sem komu fram seint á síðasta kjörtímabili. Þannig að við erum að reyna að finna lausnir og vonandi munum við fá fram nógu goða lausn til að hægt verði að gera eitthvað jákvætt í landinu,“ sagði Smári McCarthy. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir að fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt sér fyrir ýmsum fjárútlátum á síðustu dögum þings fyrir kosningar sem kosti ríkissjóð tugi milljarða án þess að verkefni hafi verið fjármögnuð. Þetta hafi áhrif á hvað ný ríkisstjórn geti gert. Stjórnarmyndunarviðræðum formanna fimm flokka verður framhaldið á Alþingi í dag. Formenn Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar ásamt viðræðuhópi Pírata komu saman til fundar í alþingishúsinu klukkan tíu í morgun og var áætlað að sá fundur stæði í tvær klukkustundir. Formennirnir fara í dag yfir vinnu fjögurra málefnahópa og ræða stóru málin eins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna orðaði það. Fram hefur komið í viðræðunum að staða ríkissjóðs sé þrengri en áður var talið, en ný lög um fjármálastefnu og fjárlög setja einnig strangari kröfu en áður um afkomu ríkissjóðs. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði fyrir formannafundinn í morgun að staðan í stjórnarmyndunarviðræðunum væri flókin, ekki hvað síst vegna stöðu ríkissjóðs sem þrengdi möguleika nýrrar stjórnar til uppbyggingar innviða og heilbrigðiskerfis eins og stefnt hefði verið að. „Það voru samþykkt ýmis fjárútlát á síðustu vikum þingsins sem ekki var gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun. Þannig að það munar einhverjum tugum milljarða,“ segir Benedikt. Þetta setji nýrri ríkisstjórn þrengri skorður en menn hefðu talið fyrir kosningar. Samkvæmt nýjum reglum sé ákvarðað hversu mikill afgangur eigi að vera á ríkissjóði á næsta ári.Verður erfitt fyrir ykkur að samþykkja aukna skattheimtu til að eiga fyrir þessum útgjöldum? „Við höfum ekki verið á því að það eigi að hækka skatta. Það er rétt,“ sagði Benedikt og var þá spurður af fréttamanni Ríkissjónvarpsins:En telur þú líklegt að það verði af þessari stjórnarmyndun? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Menn hafa reynt að sýna mikla lagni við þetta fram að þessu. En eins og Katrín hefur bent á þá koma flokkarnir frá mismunandi sjónarhorni. Þannig að það er ekki víst að það sé hægt að samræma öll sjónarmið,“ sagði formaður Viðreisnar. Benedikt sagði fundi í gær hafa gengið ágætlega og nýjar upplýsingar hefðu komið fram og formenn ætluðu að funda fram eftir degi í dag. Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Smári McCarthy þingmaður Pírata taka báðir undir með Benedikt um að staða ríkisfjármála sé þrengri en áður var talið. Hvernig finnst þér andinn hafa verið í þessum viðræðum.Ertu bjartsýnn á að þetta muni takast að lokum? Ég er alltaf bjartsýnn. Mér finnst þetta hafa verið góðar viðræður. Það eru allir jákvæðir inni í viðræðunum. Við förum líka inn í þetta með galopin augun held ég. En þetta er auðvitað dálítið flókið. Það eru fimm flokkar sem eru að reyna að ná sér saman um hlutina,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Smári McCarthy er ánægður með viðræðurnar og vonar að þær haldi áfram á þeim jákvæðu nótum sem þær hafi verið, en vissulega settu ríkisfjármálin strik í reikninginn. Staðan var kannski ekki jafn jákvæð þegar við komum inn í þetta að hluta til vegna vanfjármagnaðra skuldbindinga sem komu fram seint á síðasta kjörtímabili. Þannig að við erum að reyna að finna lausnir og vonandi munum við fá fram nógu goða lausn til að hægt verði að gera eitthvað jákvætt í landinu,“ sagði Smári McCarthy.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira