Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 20:45 Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira