Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 20:45 Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. Verksmiðjan var gangsett 13. nóvember síðastliðinn og síðan þá hefur viðarbrunalykt hrellt bæjarbúa. Verksmiðjan er rúman kílómetra frá heimili Hrannar Gestsdóttur. „Þegar þeir fóru að kynda fyrsta ofninn, fyrsta af fjórum, sem er í bakgarðinum hjá mér, þá kom þessi svaka brunalykt sem er búin að vera í marga daga. Ég tek dæmi að síðastliðinn laugardag ætlaði ég að lofta út heima hjá mér, eftir framkvæmdir og annað, en það var bara ekki sjéns. Eins og það væri bara brennandi skógur hérna í kringum mig,“ segir Hrönn. María Magnúsdóttir fékk efnabruna eftir að hafa verið í herbergi í tvo tíma með opinn glugga. Hún leitaði til læknis og var tilfellið skráð hjá Eitrunarmiðstöð Landspítala. Bruninn brennir slímhúðina og lýsir sér í eymslum og sviða í hálsi og koki, og hausverk. Illa getur farið ef bruninn fer niður í lungu og slímhúðin getur skaðast varanlega við brunann. „En á sama tíma. Frá því að verksmiðjan opnaði hef ég fengið ofnæmiseinkenni líka, ég hef aldrei haft ofnæmi. En ég er farin að hnerra í tíma og ótíma, klæjar í nefið og það er farið að leka úr augunum á mér,“ segir María. María segist vita af fleirum sem hafa fundið fyrir einkennum og segir líklegt að margir haldi að um kverkaskít sé að ræða en ekki efnabruna. Umhverfisstofnun hefur fengið á fjórða tug kvartana frá íbúum og hefur fjölgað eftirlitsferðum í verksmiðjuna. Umhverfisstofnun sér ekki tilefni til að gefa út viðvörun og segir lyktina vera á undanhaldi en mun fara vandlega yfir máið með bæjarráði Reykjanesbæjar í næstu viku. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa sagt brunann tengjast byrjunarörðugleikum en þau svör duga ekki áhyggjufullum íbúum. „Mér finnst bara að þessir menn eigi að vita hvað þeir eru að gera. Eru þetta menn sem eru vanir eða eru þetta einhverjir amatörar eða hvað er í gangi hérna,“ segir María. „Ég er ekki alveg sátt við að fá annað kísilver hérna, þá erum við að tala um tvö stærstu kísilver í heiminum á sömu torfunni í kílómeter fjarlægð frá íbúabyggð. Viljum við það? Nei," segir Hrönn og vísar þar til áforma um að reisa kísilver Thorsils við hliðina á verksmiðju United Silicon. Tæplega sjö hundruð manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ og Umhverfisstofnunar um að rifta samningnum við Thorsil. Í áskoruninni stendur að bæjarbúar kvíði fjölgun brennsluofna og meiri stóriðju. Og biðja þeir um að heilsa þeirra og velferð fái að njóta vafans.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira