Geitin brunnin Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 07:50 IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan fjögur í nótt. Þegar slökkvilið bar að garði voru brennuvargarnir á bak og burt, en lögreglan gómaði þá skömmu síðar. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslum í nótt. Í síðustu viku reyndu tveir ungir menn að kveikja í geitinni, sem líklegast er sú frægasta á landinu. Þó er hún mögulega ekki sú frægasta út fyrir landsteinana. Mennirnir tveir voru taldir heppnir að hafa ekki kveikt í sér. eins og sjá má á myndbandi af atvikinu.Sjá einnig: Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinniEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá voveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan fjögur í nótt. Þegar slökkvilið bar að garði voru brennuvargarnir á bak og burt, en lögreglan gómaði þá skömmu síðar. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslum í nótt. Í síðustu viku reyndu tveir ungir menn að kveikja í geitinni, sem líklegast er sú frægasta á landinu. Þó er hún mögulega ekki sú frægasta út fyrir landsteinana. Mennirnir tveir voru taldir heppnir að hafa ekki kveikt í sér. eins og sjá má á myndbandi af atvikinu.Sjá einnig: Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinniEldheit saga geitarinnar Jólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna. Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum. Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá voveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira