Karamellumoli í konfektkassa Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 15. október 2016 08:00 Diego Costa fagnar marki sínu í leik gegn Hull. vísir/getty Diego Costa, markahæsti leikmaður enska boltans með sex mörk, er fæddur í Brasilíu í bænum Lagarto. Hann spilar þó fyrir Spán. Hann er einn umdeildasti leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar og nánast allir sófastuðningsmenn hér heima hafa skoðun á honum. Hvort hann sé frábær framherji eða hreinlega vond manneskja. Faðir Diegos Costa, Jose de Jesus, skírði hann í höfuðið á Diego Maradona sem er svolítið undarlegt þar sem Argentína og Brasilía hafa oftar en ekki eldað grátt silfur, sérstaklega á fótboltavellinum. Fjölskyldan var fátæk en pabbinn vann mikið og sá um mat á borðið. Í heimildarmynd Canal Plus kemur fram að Costa var mjög ör sem barn og mjög ákveðinn. „Oftar en ekki enduðu málin hjá honum með því að hnefarnir voru látnir tala,“ sagði faðir hans í myndinni.Diego Costa spilar fyrir landslið Spánar þrátt fyrir að vera fæddur í Brasilíu.vísir/gettyÞar kom fram að í bænum voru engir fótboltavellir og ekkert íþróttastarf þegar Costa var að alast upp. Til að spila fótbolta þurftu guttarnir því að spila á götunni. Þar voru reglurnar aðeins öðruvísi. Í viðtali við El País árið 2012 sagði Costa um uppvaxtarárin að hann hefði þurft að hafa fyrir hlutunum og hverjum einasta bolta í hverri einustu sókn. „Ég hélt að það væri eðlilegt að gefa öðrum leikmönnum olnbogaskot þegar ég byrjaði að æfa.“ Sextán ára flutti hann frá Lagarto til Sao Paulo og sá fyrir sér með því að selja ódýrar eftirlíkingar í verslunarmiðstöðvum. Hann gekk þó í raðir Barcelona Esportivo Capela til að sjá fyrir sér. Hann fékk fljótlega fjögurra mánaða bann fyrir að kýla andstæðing og ætla hreinlega í dómarann sem gaf honum rauða spjaldið. En leikstíll hans hafði vakið athygli og einn af útsendurum ofurumboðsmannsins Jorge Mendez kom til að horfa á hann spila. Ótrúlegt en satt var banninu aflétt, Costa spilaði og var í kjölfarið seldur til Sporting Braga í Portúgal. Það er oft stutt á milli hláturs og gráts, sérstaklega í íþróttum. Fjölskyldan var þó ekki á því að hleypa drengnum til Portúgals en móðir hans, Josileide, rifjaði upp í heimildarmyndinni að Costa lét orð þeirra sem vind um eyru þjóta. „Þetta var erfiður dagur. Hann stóð upp og sagði við okkur: Ef þið leyfið mér ekki að fara þá strýk ég. Ég ætla að fara.“ Diego Costa var á leið til Evrópu.Costa heldur um andlitið eftir að Moussa Dembele, leikmaður Tottenham, potaði í auga hans í leik sem tryggði Leicester City Englandsmeistaratitilinn fyrr í ár.Vísir/GettyLeiðin á toppinn hefur ekki verið eftir rauða dreglinum hjá Costa, hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Þótt hann sé markahæstur í deildinni núna og skoraði í landsleikjunum með Spáni í vikunni kom smá tími þar sem allt gekk á afturfótunum. Eftir ágætan tíma hjá Braga var hann seldur til Atletico Madrid á Spáni. Þar voru þeir Diego Forlan og Sergio Aguerro fyrstu kostir í framherjastöðurnar. Costa var sendur á lán til Celta Vigo, Albacete og Real Valladolid þar sem hann varð þekktari fyrir afrek sín í spjaldasöfnun frekar en markaskorun. Loks þegar tækifærið kom hjá Atletico hefur Costa aldrei litið um öxl. Diego Simeone setti sitt traust á hann árið 2013 þrátt fyrir að Costa hafði aldrei skorað meira en tíu mörk á tímabili. Liðið endaði sem meistari og Costa skoraði 27 mörk. Leikstíll hans hentaði liðinu og loks þurfti hann ekki að breyta sér. Hann var svo seldur í kjölfarið til Chelsea þar sem enginn skortur hefur verið á mörkum eða spjöldum hvort sem þau eru gul eða rauð.Costa reiðist Julian Speroni, markmanni Crystal Palace.Vísir/GettyÞrátt fyrir að vera trúlega einn hataðasti leikmaður knattspyrnunnar lýsa þeir sem standa honum næst sem frekar rólegu gæðablóði. Mario Suarez, fyrrverandi samherji hans, sagði að um leið og hann færi út á völl þá breyttist hann í þann Diego Costa sem heimurinn þekkti. Annars væri hann frekar rólegur. Eftir að Costa ákvað að spila með Spáni í stað Brasilíu var hann langt í frá vinsælasta persóna Brasilíu. En hann heldur í ræturnar og stofnaði knattspyrnuskóla í Lagarto þar sem um 200 börn æfa. Og nú eru reglurnar í fótboltanum í Lagarto ekki lengur samdar á götunni. Í myndinni sagði æskuvinur hans, Junior Menezes sem sér um daglegan rekstur skólans, að einu skilyrðin fyrir inngöngu í skólann væru að börnin sinntu einnig náminu. „Við erum að reyna að hjálpa fólki sem hefur enga drauma, enga stefnu og þurfa aðstoð við flest. Þarna koma börn sem hafa ekki efni á að kaupa sér fótboltaskó. Við gerum kröfur til þeirra með námsárangur en ekkert annað.“ Í myndinni stóð Diego Costa við hlið hans og sagði silkimjúkur: „Það skiptir nefnilega máli að búa til góða samfélagsþegna.“ Þess má geta að Costa greiðir allan kostnað við knattspyrnuskólann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Diego Costa, markahæsti leikmaður enska boltans með sex mörk, er fæddur í Brasilíu í bænum Lagarto. Hann spilar þó fyrir Spán. Hann er einn umdeildasti leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar og nánast allir sófastuðningsmenn hér heima hafa skoðun á honum. Hvort hann sé frábær framherji eða hreinlega vond manneskja. Faðir Diegos Costa, Jose de Jesus, skírði hann í höfuðið á Diego Maradona sem er svolítið undarlegt þar sem Argentína og Brasilía hafa oftar en ekki eldað grátt silfur, sérstaklega á fótboltavellinum. Fjölskyldan var fátæk en pabbinn vann mikið og sá um mat á borðið. Í heimildarmynd Canal Plus kemur fram að Costa var mjög ör sem barn og mjög ákveðinn. „Oftar en ekki enduðu málin hjá honum með því að hnefarnir voru látnir tala,“ sagði faðir hans í myndinni.Diego Costa spilar fyrir landslið Spánar þrátt fyrir að vera fæddur í Brasilíu.vísir/gettyÞar kom fram að í bænum voru engir fótboltavellir og ekkert íþróttastarf þegar Costa var að alast upp. Til að spila fótbolta þurftu guttarnir því að spila á götunni. Þar voru reglurnar aðeins öðruvísi. Í viðtali við El País árið 2012 sagði Costa um uppvaxtarárin að hann hefði þurft að hafa fyrir hlutunum og hverjum einasta bolta í hverri einustu sókn. „Ég hélt að það væri eðlilegt að gefa öðrum leikmönnum olnbogaskot þegar ég byrjaði að æfa.“ Sextán ára flutti hann frá Lagarto til Sao Paulo og sá fyrir sér með því að selja ódýrar eftirlíkingar í verslunarmiðstöðvum. Hann gekk þó í raðir Barcelona Esportivo Capela til að sjá fyrir sér. Hann fékk fljótlega fjögurra mánaða bann fyrir að kýla andstæðing og ætla hreinlega í dómarann sem gaf honum rauða spjaldið. En leikstíll hans hafði vakið athygli og einn af útsendurum ofurumboðsmannsins Jorge Mendez kom til að horfa á hann spila. Ótrúlegt en satt var banninu aflétt, Costa spilaði og var í kjölfarið seldur til Sporting Braga í Portúgal. Það er oft stutt á milli hláturs og gráts, sérstaklega í íþróttum. Fjölskyldan var þó ekki á því að hleypa drengnum til Portúgals en móðir hans, Josileide, rifjaði upp í heimildarmyndinni að Costa lét orð þeirra sem vind um eyru þjóta. „Þetta var erfiður dagur. Hann stóð upp og sagði við okkur: Ef þið leyfið mér ekki að fara þá strýk ég. Ég ætla að fara.“ Diego Costa var á leið til Evrópu.Costa heldur um andlitið eftir að Moussa Dembele, leikmaður Tottenham, potaði í auga hans í leik sem tryggði Leicester City Englandsmeistaratitilinn fyrr í ár.Vísir/GettyLeiðin á toppinn hefur ekki verið eftir rauða dreglinum hjá Costa, hann hefur þurft að hafa fyrir hlutunum. Þótt hann sé markahæstur í deildinni núna og skoraði í landsleikjunum með Spáni í vikunni kom smá tími þar sem allt gekk á afturfótunum. Eftir ágætan tíma hjá Braga var hann seldur til Atletico Madrid á Spáni. Þar voru þeir Diego Forlan og Sergio Aguerro fyrstu kostir í framherjastöðurnar. Costa var sendur á lán til Celta Vigo, Albacete og Real Valladolid þar sem hann varð þekktari fyrir afrek sín í spjaldasöfnun frekar en markaskorun. Loks þegar tækifærið kom hjá Atletico hefur Costa aldrei litið um öxl. Diego Simeone setti sitt traust á hann árið 2013 þrátt fyrir að Costa hafði aldrei skorað meira en tíu mörk á tímabili. Liðið endaði sem meistari og Costa skoraði 27 mörk. Leikstíll hans hentaði liðinu og loks þurfti hann ekki að breyta sér. Hann var svo seldur í kjölfarið til Chelsea þar sem enginn skortur hefur verið á mörkum eða spjöldum hvort sem þau eru gul eða rauð.Costa reiðist Julian Speroni, markmanni Crystal Palace.Vísir/GettyÞrátt fyrir að vera trúlega einn hataðasti leikmaður knattspyrnunnar lýsa þeir sem standa honum næst sem frekar rólegu gæðablóði. Mario Suarez, fyrrverandi samherji hans, sagði að um leið og hann færi út á völl þá breyttist hann í þann Diego Costa sem heimurinn þekkti. Annars væri hann frekar rólegur. Eftir að Costa ákvað að spila með Spáni í stað Brasilíu var hann langt í frá vinsælasta persóna Brasilíu. En hann heldur í ræturnar og stofnaði knattspyrnuskóla í Lagarto þar sem um 200 börn æfa. Og nú eru reglurnar í fótboltanum í Lagarto ekki lengur samdar á götunni. Í myndinni sagði æskuvinur hans, Junior Menezes sem sér um daglegan rekstur skólans, að einu skilyrðin fyrir inngöngu í skólann væru að börnin sinntu einnig náminu. „Við erum að reyna að hjálpa fólki sem hefur enga drauma, enga stefnu og þurfa aðstoð við flest. Þarna koma börn sem hafa ekki efni á að kaupa sér fótboltaskó. Við gerum kröfur til þeirra með námsárangur en ekkert annað.“ Í myndinni stóð Diego Costa við hlið hans og sagði silkimjúkur: „Það skiptir nefnilega máli að búa til góða samfélagsþegna.“ Þess má geta að Costa greiðir allan kostnað við knattspyrnuskólann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira