Buffon ætlar að spila til fertugs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 12:45 Gianluigi Buffon. Vísir/Getty Juventus hefur boðað til blaðamannafundar í dag og ítalskir fjölmiðlar hafa komist að því að það sé félagið að fara að tilkynna um nýja samninga hjá þeim Gianluigi Buffon og Andrea Barzagli. Gianluigi Buffon er 38 ára gamall markmaður og Andrea Barzagli er 35 ára gamall miðvörður en þeir eru lykilmenn í hinni frábæru vörn liðsins. Juventus-liðið hefur aðeins fengið á sig 20 mörk í 37 leikjum eða tólf mörkum minna en næsta lið. Liðið hefur níu stiga forskot á liðið í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Það er talið nánast öruggt að þeir séu báðir að fara gera nýjan tveggja ára samning við Juventus eða til ársins 2018. Það myndi þýða að Buffon spili til fertugs. Gianluigi Buffon er fæddur 28. janúar 1978 og hélt því upp á 38 ára afmælið í vetur en hann er aðalmarkvörður hjá bæði besta félagsliði Ítala sem og ítalska landsliðinu. Hann er nú að klára sitt fimmtánda tímabil með félaginu og verður því búinn með sautján þegar nýi samningurinn rennur út. Buffon varð ítalskur meistari í sjöunda sinn á þessu tímabili en Juve hefur nú unnið titilinn fimm ár í röð. Gianluigi Buffon hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur spila og haldið hreinu í 21 leik í ítölsku deildinni á tímabilinu. Buffon hefur ekki sýnt nein veikleikamerki á leiktíðinni og hefur aðeins misst af tveimur leikjum Juventus í deild og Meistaradeild. Hann setti nýtt met í ítölsku deildinni í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í 974 mínútur samfellt og bætti með því met Sebastiano Rossi. Nú er talið líklegast að Gianluigi Buffon endi ferill sinn með ítalska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018. Ítalski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Juventus hefur boðað til blaðamannafundar í dag og ítalskir fjölmiðlar hafa komist að því að það sé félagið að fara að tilkynna um nýja samninga hjá þeim Gianluigi Buffon og Andrea Barzagli. Gianluigi Buffon er 38 ára gamall markmaður og Andrea Barzagli er 35 ára gamall miðvörður en þeir eru lykilmenn í hinni frábæru vörn liðsins. Juventus-liðið hefur aðeins fengið á sig 20 mörk í 37 leikjum eða tólf mörkum minna en næsta lið. Liðið hefur níu stiga forskot á liðið í öðru sæti þegar aðeins ein umferð er eftir. Það er talið nánast öruggt að þeir séu báðir að fara gera nýjan tveggja ára samning við Juventus eða til ársins 2018. Það myndi þýða að Buffon spili til fertugs. Gianluigi Buffon er fæddur 28. janúar 1978 og hélt því upp á 38 ára afmælið í vetur en hann er aðalmarkvörður hjá bæði besta félagsliði Ítala sem og ítalska landsliðinu. Hann er nú að klára sitt fimmtánda tímabil með félaginu og verður því búinn með sautján þegar nýi samningurinn rennur út. Buffon varð ítalskur meistari í sjöunda sinn á þessu tímabili en Juve hefur nú unnið titilinn fimm ár í röð. Gianluigi Buffon hefur aðeins fengið á sig 17 mörk í þeim 35 leikjum sem hann hefur spila og haldið hreinu í 21 leik í ítölsku deildinni á tímabilinu. Buffon hefur ekki sýnt nein veikleikamerki á leiktíðinni og hefur aðeins misst af tveimur leikjum Juventus í deild og Meistaradeild. Hann setti nýtt met í ítölsku deildinni í vetur þegar hann hélt markinu hreinu í 974 mínútur samfellt og bætti með því met Sebastiano Rossi. Nú er talið líklegast að Gianluigi Buffon endi ferill sinn með ítalska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018.
Ítalski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira