Smokkar eru úr mjög sterku gúmmíi og þarf mikið til að þeir rifni. Hægt er að nota þessa vörur í allskonar önnur verkefni og getur smokkurinn brugðið sér í mörg önnur hlutverk.
Á Facebook-síðunni Top-Tip má finna myndband þar búið er að klippa saman allskyns leiðir til að nota smokkinn á óhefðbundinn hátt.
Þar kemur meðal annars fram að hægt sé að gera símann þinn vatnsheldan, pússa leðurskó, búa um sár og margt fleira.