Lífið

Húsráð: Er hægt að losna við gráu hárin með kartöfluhýði?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjáðu muninn í myndbandinu hér að neðan.
Sjáðu muninn í myndbandinu hér að neðan. vísir
Margir hræðast það að verða gráhærðir en það vill stundum gerast með aldrinum. Fólk eyðir jafnvel tugum þúsunda í það eitt að lita hárið til að fela þau gráu.

Í þætti Rachel Ray á síðasta ári var sýnt fram á það að hugsanlega geti kartöfluhýði haft þau áhrif að gráu hárin svo gott sem hverfi.

Hér að neðan má sjá þessa tilraun og hvernig hárið breytir um lit.

Þú tekur semsagt hýðið og setur það ofan í pott með vatni. Því næst sýður þú vatnið og sigtar síðan út kartöfluhýðið. Þá stendur eftir vökvi sem hægt er að bera í hárið. Nauðsynlegt er að bíða þar til vökvinn kólnar áður en hann er settur í hárið.

Ekki er hægt að ábyrgjast að húsráð sem þessi virki í öllum tilfellum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×