Lífið

Húsráð: Hve oft á að þvo handklæði?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Carolyn Forte hjá vefsíðunni Good Housekeeping segir það aðeins of mikið að þvo handklæði eftir hverja notkun.

„Þetta snýst auðvitað um mat hvers og eins en að þvo þau eftir hverja notkun er aðeins of mikið af því góða. Ef þau eru hengd á slá til að þorna eftir hverja notkun er hægt að nota handklæði þrisvar eða oftar áður en þeim er hent í þvottavélina. Handklæði slitna hraðar ef þau eru þvegin og þurrkuð of oft og það er sóun á tíma og orku,“ segir Carolyn en bætir við að öðru máli gegni um handklæði sem hanga við baðherbergisvaskinn og eru notuð af allri fjölskyldunni oft á dag.

„Þau verða fljótar skítug því þau eru notað oftar en einu sinni á dag. Það ætti að skipta um þau annan hvern dag og jafnvel á hverjum degi ef fjölskyldan er stór.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.