Lífið

Húsráð: Góð leið til að þrífa upp glerbrot

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Það er alveg glatað að missa leirtau á gólfið og mölbrjóta það - það kannast flestir við.

Vefsíðan Popsugar býður upp á einfalt húsráð þegar kemur að því að þrífa upp glerbrot. Takið einfaldlega brauðsneið og ýtið henni ofan á glerbrotin. Brauðsneiðin dregur í sig bæði stór og smá glerbrot og síðan er bara hægt að henda brauðsneiðinni í ruslið.

Þetta kemur í veg fyrir að glerbrotin skeri gat á ryksugupoka og að glerbrot endi út um allt þegar þau eru sópuð upp. Svo sparar þetta húsráð líka talsverðan tíma.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.