Lífið

Húsráð: Notaðu stöku sokkana til að þrífa

Lilja Katrín Gunnarsdótti skrifar
Hver kannast ekki við það að taka úr þvottavélinni og eiga heilu fjöllin af stökum sokkum? Stundum líður manni eins og þvottavélin gleypi sokka í gríð og erg.

Það er hins vegar algjör óþarfi að henda stöku sokkunum eins og vefsíðan Good Housekeeping bendir á.

Það er til dæmis hægt að nota sokkana til að ná rykinu af plöntum heimilisins. Bleytið sokkinn bara lítið eitt, skellið honum á aðra hvora höndina og þurrkið varlega af plöntunum.

Þá er hægt að nota svipaða aðferð til að þurrka af rimlagardínum.

Fleiri húsráð Vísis má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Húsráð Vísis: Snjallræði til að loka plastpokum

Plastpokatappi! Ýmsir kannast við þá þreyttu þraut að reyna að loka plastpoka en í honum er of mikið til að hægt sé með góðu móti að hnýta hnút. Hér er ráð við því.

Húsráð: AB-mjólk sem gluggafilma

Ásta Björk Harðardóttir sagði á dögunum frá ansi góðu húsráði á blogginu sínu sem gengur út á það að gera gluggafilmu úr AB-mjólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×