Lífið

Húsráð: Hvernig eiga hnífapörin að snúa í uppþvottavélinni?

Atli Ísleifsson skrifar
Uppþvottavélin hefur bjargað ýmsum samböndum.
Uppþvottavélin hefur bjargað ýmsum samböndum. Vísir/Getty
Oft er deilt um hvernig snúa skuli hnífapörum í körfunni í uppþvottavélinni og kunna rök beggja fylkinga að þykja jafngóð.

Framleiðendur uppþvottavéla eru þó allir á sama máli: Skaftið á að snúa niður og skítugi endinn upp.

Norska síðan Din Side hefur leitað svara við þeirri þjóðþrifaspurningu hvernig snúa eigi hnífapörum í uppþvottavélinni, en auðvelt er að færa rök fyrir báðum aðferðunum.

Rök með því að sköftin snúi upp:

  • Þrifalegra er að láta sköftin snúa upp þegar skítugum hnífapörum er komið fyrir í körfunni.
  • Fingraför geta komið á hrein hnífapörin þegar þau eru tekin úr körfunni, snúi sköftin niður.
  • Beitt hnífablöð geta verið til vandræða þegar sköftin snúa niður.
  • Margir segja skítugar skeiðar límast saman og haldist óhreinar þegar skaftið snýr niður.
  • Einhverjir hafa so lent í því að þyngri sköft bræði körfuna, snúi sköftin niður.
 

Rök með því að sköftin snúi niður:

  • Séu matarleifar neðst í körfunni, verður sá hluti sem er í snertingu við mat ekki almennilega hreinn.
  • Í flestum uppþvottavélum er hreingerningin hvað öflugust fyrir ofan körfuna og því best að vera með matarleifarnar þar, þar sem þær eru yfirleitt mestar.
Vísir/Getty
Din side hafði samband við talsmenn framleiðendanna Electrolux, Gorenje, ASKO, Samsung og Miele og þeir eru sammála: Skaftið á að snúa niður. Þannig segir talsmaður Electrolux að vatnið renni betur af hnífapörunum snúi sköftin niður og skilji síður eftir sig bletti.

Undantekningin

Framleiðendur segja þó eina undantekningu vera á reglunni: Séu hnífapörin með tréskafti skal skaftið snúa upp til að koma í veg fyrir að tréð sé lengi í vatnspolli og skemmist þannig.

Miele mælir þó frekar með að fólk notist við hnífaparaskúffu í stað körfu þar sem þannig megi koma í veg fyrir að taka um þann hluta hnífaparanna sem kemst mest í snertingu við matinn.


Tengdar fréttir

Húsráð: Ein brauðsneið ver þig fyrir glerbrotum

Það kannast allir við það að missa glas á gólfið og það brotnar. Það getur verið heljarinnar vesen að þrífa upp eftir slíkt atvik og stundum á það til að gerast að fólk hreinlega sker sig við það.

Húsráð: Bættu uppþvottalegi í rúðupissið

„Það er til einfalt ráð til að losna við tjöruna,“ segir Ólafur Guðmundsson, varaformaður félags íslenskra bifreiðaeiganda, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×