Miðjumaður Man. Utd, Ander Herrera, segir að Man. Utd verði að hafa þolinmæðina að leiðarljósi í leiknum gegn Liverpool í kvöld.
United þarf að vinna upp tveggja marka forskot Liverpool frá því í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.
„Við megum ekki missa okkur. Við erum með hálfleik upp á 45 mínútur og svo annan. Síðan ég kom hingað höfum við unnið Liverpool fjórum sinnum í fimm leikjum. Við eigum að vita hvað þarf að gera til að vinna,“ sagði Herrera.
„Við hefðum átt að spila miklu betur á Anfield en við lærðum samt af honum. Þessi leikur í kvöld verður allt annað en fyrri leikurinn. Við erum sterkari á heimavelli og tilbúnir í þennan slag.“
Megum ekki missa okkur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
