Aron kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Aron aftur kominn í rautt, hvítt og blátt. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen, er kominn aftur í bandaríska landsliðið eftir fjórtán mánaða fjarveru en hann var í gærkvöldi kallaður í hópinn sem mætir Mexíkó og Kosta Ríka á næstu dögum í fyrstu umferð lokastigs undankeppni HM 2018 í norður og Mið-Ameríku. Aron hefur ekki verið í landsliðshópi Bandaríkjananna síðan hann kom af bekknum í 4-1 tapi liðsins gegn Brasilíu 8. september 2015. Hann meiddist skömmu eftir það og var frá í rétt tæpt ár eða þar til hann sneri aftur í september. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ellefu mánuði fyrir Brimarborgarliðið í Íslendingaslag gegn Alfreð Finnbogasyni og félögum í Augsburg og sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann var gráti næst að sjá boltann aftur í netinu eftir að vera svona lengi frá.NEWS: The 26-man #USMNT roster for #USAvMEX and #USAvCRC #WCQ matches: https://t.co/Y8gI1KEVuz pic.twitter.com/J80eaxk1cK— U.S. Soccer (@ussoccer) November 6, 2016 Aron sagði í sama viðtali að hann vonaðist til að vera valinn í landsliðshópinn fyrir vináttuleikina gegn Kúbu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði en svo var ekki. Hann er aftur á móti einn af fjórum framherjum sem voru valdi fyrir þessa stórleiki gegn tveimur af bestu liðum álfunnar. Þrátt fyrir að vera svona lengi frá óttaðist Aron aldrei um landsliðssæti sitt. Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, gerði allt hvað hann gat að koma Aroni aftur í stand en hann hjálpaði Íslendingnum í gegnum meiðslin eins og Aron sagði sjálfur frá. Aron er eins og þrír aðrir framherjar í bandaríska hópnum ansi reynslulitlir í undankeppni HM en þar á hann aðeins að baki þrjá leiki og eitt mark. Jordan Morris á að baki þrjá leiki og ekkert mark en Bobby Wood, leikmaður Hamburg hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið. Aðalmaðurinn í framlínu Bandaríkjanna er sem fyrr Jozy Altidore en hann á að baki 31 leik og 16 mörk í undankeppni HM fyrir bandaríska landsliðið.
Fótbolti Tengdar fréttir Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52 Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Flóttamaðurinn sem er nú byrjunarliðsmaður í þýsku úrvalsdeildinni Ousman Manneh hélt Aroni Jóhannssyni á bekknum hjá Werder Bremen um síðustu helgi. 28. október 2016 13:52
Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Markahæsti leikmaður í sögu bandarísku landsliðanna í fótbolta er ekki hrifinn af stefnu Jürgens Klinsmanns. 12. október 2016 09:45