Dómskerfið „eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2016 15:39 Áslaug er harðorð í garð héraðsdóms og sakar innanríkisráðuneytið um þöggunartilburði. Vísir/Valgarður Dómskerfið er orðið eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun sem lýtur eigin lögmálum og geðþótta, án raunhæfs eftirlits og ábyrgðar, segir Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árin 2010 til 2015, í umsögn sinni við frumvarp innanríkisráðherra um Landsrétt. Áslaug segir fámennan hóp lögfræðinga fá því ráðið hverjir verði dómarar, hverjir það séu sem stjórna, hvernig sé stjórnað og eigi geðþóttaval um það hvort lögum sé fylgt innan dómskerfisins. „Stjórnendur dómstólanna skáka í skjóli þess að það er ekkert raunverulegt eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna og þeir geta beitt stjórnsýslulegu valdi sínu til þess að gera þeim sem gagnrýna lífið leitt,“ segir Áslaug.Ráðuneytið meðvitað um skort á eftirliti Innanríkisráðuneytið sé meðvitað um að innra eftirlit héraðsdómstólanna hafi ekki gengið vel og um vísbendingar um skort á reglu- og lögfylgni, en að þrátt fyrir það standi áfram til samkvæmt frumvarpinu að dómsvaldið stýri sér sjálft „án nokkurra reglna um skyldu til að lúta m.a málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, lýðræðislegu gagnsæi og hvað þá raunhæfu eftirliti.“ Hún segir stjórnendur dómstólanna hafa hunsað skýr ákvæði jafnréttislaga við skipan fulltrúa í valnefnd dómara frá árinu 2009 og borið við sjálfstæði dómsvalds. Einungis karlar hafi verið tilnefndir sem aðalmenn þrátt fyrir ákvæði um að tilefna skuli bæði karl og konu.Sakar ráðuneytið um þöggun Þá sakar Áslaug innanríkisráðuneytið um þöggun. Fleiri en eitt mál hafi komið inn á borð innanríkisráðuneytisins undanfarin ár, að minnsta kosti allt frá tíð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna meintra ólögmætra starfshátta héraðsdómstólanna/dómstólaráðs. „Ekki hefur verið tekið á þeim málum og þau jafnvel þögguð 2 niður m.a. með gerð starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólaráðs sem sakað hafði tvo dómstólaráðsmenn, sem jafnframt voru dómstjórar, um brot.“ Þá vísar hún í frétt Stundarinnar þess efnis að systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi fengið starf sem ekki hafi verið auglýst haustið 2013. Þannig hafi verið brotið í bága við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins. Dómstólaráði og flestum var kunnugt um málavexti. „Enginn þorði að segja neitt, enda getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi,“ segir Áslaug. Hún rekur þó nokkur mál í umsögn sinni, en telur að hefði skilvirkt eftirlit með stjórnsýslu dómara og eftirlit með dómstjórum „án þeirra sterku hagsmunatengsla og samtryggingar sem nú er við lýði, getað komið í veg fyrir flest þau mál sem hér hafa verið rakin.“ Áslaug segir frumvarpið ekki bæta úr alvarlegum veikleikum í stjórnsýslu dómsvaldsins, þar á meðal skorti á gagnsæi, raunhæfu eftirliti með stjórnendum dómsvaldsins og ábyrgð þeirra. Þá sé hvorki fjallað um né tekið á veikri stöðu kvenna í dómskerfinu.Umsögn Áslaugar er ítarleg, en hana má lesa í heild hér. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Dómskerfið er orðið eins og vandlega lokuð sjálfseignarstofnun sem lýtur eigin lögmálum og geðþótta, án raunhæfs eftirlits og ábyrgðar, segir Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur árin 2010 til 2015, í umsögn sinni við frumvarp innanríkisráðherra um Landsrétt. Áslaug segir fámennan hóp lögfræðinga fá því ráðið hverjir verði dómarar, hverjir það séu sem stjórna, hvernig sé stjórnað og eigi geðþóttaval um það hvort lögum sé fylgt innan dómskerfisins. „Stjórnendur dómstólanna skáka í skjóli þess að það er ekkert raunverulegt eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna og þeir geta beitt stjórnsýslulegu valdi sínu til þess að gera þeim sem gagnrýna lífið leitt,“ segir Áslaug.Ráðuneytið meðvitað um skort á eftirliti Innanríkisráðuneytið sé meðvitað um að innra eftirlit héraðsdómstólanna hafi ekki gengið vel og um vísbendingar um skort á reglu- og lögfylgni, en að þrátt fyrir það standi áfram til samkvæmt frumvarpinu að dómsvaldið stýri sér sjálft „án nokkurra reglna um skyldu til að lúta m.a málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar, lýðræðislegu gagnsæi og hvað þá raunhæfu eftirliti.“ Hún segir stjórnendur dómstólanna hafa hunsað skýr ákvæði jafnréttislaga við skipan fulltrúa í valnefnd dómara frá árinu 2009 og borið við sjálfstæði dómsvalds. Einungis karlar hafi verið tilnefndir sem aðalmenn þrátt fyrir ákvæði um að tilefna skuli bæði karl og konu.Sakar ráðuneytið um þöggun Þá sakar Áslaug innanríkisráðuneytið um þöggun. Fleiri en eitt mál hafi komið inn á borð innanríkisráðuneytisins undanfarin ár, að minnsta kosti allt frá tíð Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra, vegna meintra ólögmætra starfshátta héraðsdómstólanna/dómstólaráðs. „Ekki hefur verið tekið á þeim málum og þau jafnvel þögguð 2 niður m.a. með gerð starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólaráðs sem sakað hafði tvo dómstólaráðsmenn, sem jafnframt voru dómstjórar, um brot.“ Þá vísar hún í frétt Stundarinnar þess efnis að systursonur eiginkonu Ingimundar Einarssonar, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafi fengið starf sem ekki hafi verið auglýst haustið 2013. Þannig hafi verið brotið í bága við kjarasamninga og lög um réttindi og skyldur starfsmannaríkisins. Dómstólaráði og flestum var kunnugt um málavexti. „Enginn þorði að segja neitt, enda getur það haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi,“ segir Áslaug. Hún rekur þó nokkur mál í umsögn sinni, en telur að hefði skilvirkt eftirlit með stjórnsýslu dómara og eftirlit með dómstjórum „án þeirra sterku hagsmunatengsla og samtryggingar sem nú er við lýði, getað komið í veg fyrir flest þau mál sem hér hafa verið rakin.“ Áslaug segir frumvarpið ekki bæta úr alvarlegum veikleikum í stjórnsýslu dómsvaldsins, þar á meðal skorti á gagnsæi, raunhæfu eftirliti með stjórnendum dómsvaldsins og ábyrgð þeirra. Þá sé hvorki fjallað um né tekið á veikri stöðu kvenna í dómskerfinu.Umsögn Áslaugar er ítarleg, en hana má lesa í heild hér.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira