Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 08:44 Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. Vísir/Daníel Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum. Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist fagna mjög ákvörðun menntamálaráðherra að fela háskólanum nám í lögreglufræði á háskólastigi. Hann segir skólann vera með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir námið á háskólastigi, svo sem afbrotafræði, sálfræði og lögfræði. „Við fögnum því trausti sem Háskólanum á Akureyri er sýndur með þessari ákvörðun.“ Í tilkynningu frá Háskólanum á Akureyri segir að skólinn sé með áratuga reynslu í að byggja upp starfsnám á háskólastigi. Rektor áréttar að ekki sé verið að flytja Lögregluskólann til Akureyrar heldur sé háskólanum falin sú vinna að byggja upp lögreglufræði, eða police science, sem alþjóðlega fræðigrein á háskólastigi. „Þungamiðja starfsþjálfunar til dæmis forgangsakstur og meðferð skotvopna verður í höndum Mennta- og starfsþróunarseturs við embætti ríkislögreglustjóra,“ er haft eftir Eyjólfi.Þurfa ekki að flytjast búferlumSkólinn segir mikinn metnað lagðan í skipulag námsins sem unnið hafi verið í nánu samráði við fagaðila innan sem utan skólans. Áhersla sé lögð á sveigjanlegt nám sem þýði að nemendur í lögreglufræði þurfi ekki að flytjast búferlum til að stunda námið. „Mikil áhersla var lögð á þetta fyrirkomulag í tveimur skýrslum undirbúningsnefnda og í umsögn Landssambands lögreglumanna. Við erum vel í stakk búin til að uppfylla þessar þarfir,“ er haft eftur Þóroddi Bjarnasyni, prófessor sem verður í forsvari fyrir nýju brautina.120 eininga nám „Nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri verður 120 eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig verður hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglufræði til 180 eininga. Jafnframt verður í boði sérsniðið námskeið fyrir lögreglumenn sem taka að sér verklega þjálfun nemenda. Í tillögum HA er gert ráð fyrir nýju fræðasetri þar sem rannsóknir í lögreglufræði verða byggðar upp en rannsóknir á því sviði hafa hingað til verið af skornum skammti hér á landi. Rektor er einstaklega stoltur af þeirri faglegu og miklu vinnu sem starfsfólk HA hefur lagt á sig til þess að undirbúa flutning lögreglunáms á háskólastig – breyting sem er nauðsynleg til að styðja faglega við bakið á einni mikilvægustu stétt landsins. Háskólann á Akureyri mun vinna að þessu verkefni í nánu samstarfi við stjórnvöld, fagfélög og innlenda og erlenda háskóla,“ segir í tilkynningunni frá skólanum.
Tengdar fréttir Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44 Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Nám lögreglumanna verður á Akureyri Illugi Gunnarsson mennta-og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu-og rannsóknarstarfsemi lögreglufræða. 23. ágúst 2016 20:44
Flytur námið norður þvert á mat nefndar Samið verður við Háskólann á Akureyri um að kenna lögreglunám á háskólastigi. Mikilvægt að styrkja stoðir fjölbreytts náms við HA að mati menntamálaráðherra. Háskóli Íslands var talinn hæfastur af matsnefnd sem sá um flutning n 24. ágúst 2016 10:00