Við erum ekki hætt að hlusta á Prince Birta Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 20:00 Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira