Við erum ekki hætt að hlusta á Prince Birta Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 20:00 Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira