Forseti Filippseyja hótar enn að láta myrða fólk heimir már pétursson skrifar 14. desember 2016 20:15 Vísir/Epa Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira