Erlent

Tíu handteknir í Ríó fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Brasilíu.
Lögregluþjónar að störfum í Brasilíu. Vísir/EPA
Yfirvöld í Brasilíu hafa handtekið tíu manns fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Þeir voru handteknir víðs vegar um landið en höfðu verið í sambandi í gegnum samfélagsmiðla. Mennirnir höfðu reynt að setja sig í samband við Íslamska ríkið og að kaupa vopn frá Paragvæ.

Dómsmálaráðherra Brasilíu segir þá vera „algera amatöra og að þeir hafi ekki verið undirbúnir til að gera hryðjuverkaárásir. Allir sem hafa verið handteknir eru frá Brasilíu en yfirvöld leita tveggja manna til viðbótar.

Innan við tvær vikur eru í að Ólympíuleikarnir fari fram í Ríó de Janeiro en yfirvöld í Brasilíu hafa varið töluverðu fé í að auka öryggi í borginni fyrir leikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×