Barcelona og Valencia mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag og úr varð hörkuleikur. Leikurinn fór fram á Mestalla-vellinum í Valencia og vann Barcelona 3-2 sigur.
Lionel Messi kom gestunum yfir á 22. mínútu leiksins. Munir El Haddadi jafnaði metin fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiksins og Rodrigo kom síðan heimamönnum yfir stuttu síðar.
Luis Suarez jafnaði metin þegar um hálftími var eftir af leiknum og það var enginn annar en Lionel Messi sem skoraði sigurmarkið á 90. mínútu úr vítaspyrnu.
Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 19 stig en Valencia í því 15. með níu stig.
Messi tryggði Barcelona stigin þrjú á móti Valencia
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti