Enski boltinn

Aron Einar skoraði í sigri Cardiff

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron í leik með Cardiff.
Aron í leik með Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson er heldur betur að stimpla sig inn í lið Cardiff um þessar mundir en hann skoraði eitt mark þegar liðið vann Nottingham Forest, 2-1, í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

Aron kom gestunum í 1-0 á 28. mínútu. Joe Ralls skoraði síðan annað mark Cardiff tíu mínútum síðar og var staðan 2-0 í hálfleik.

Henri Lansbury náði að minnka muninn fyrir Forest á 90. mínútu en lengra komust heimamenn ekki.

Cardiff er í 20. sæti deildarinnar með 15 stig en liðið fór illa af stað í vetur. Aron Einar var valinn maður leiksins hjá Sky Sports eins og sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×