Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2016 15:24 „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Ásta segir þetta dæmi um svokallaða hrútskýringu, en mikið hefur verið rætt um þetta tiltölulega nýja hugtak undanfarið. Mest var umræðan sennilega þegar Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét sama þingmann Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, heyra það í morgunþætti á dögunum þar sem þau ræddu rammaáætlun. Ummæli Jóns um að Björt þyrfti að kynna sér málefni rammaáætlunar betur fóru mjög fyrir brjóstið á henni og lét hún hann hafa það óþvegið í beinni útsendingu:Sjá einnig: Björt vill ekki sitja undir kjaftæði miðaldra kalla „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár.“ Hrútskýringar, eða mansplaining líkt og það útleggst á ensku, er sett saman úr orðinu hrútur og útskýra – og er notað yfir það þegar einhver útskýrir eitthvað fyrir einhverjum á yfirlætisfullan hátt líkt og viðkomandi viti ekkert um málið. Oftast eru þetta karlmenn sem sagðir eru hrútskýra fyrir konum – en konur geta líka hrútskýrt. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30. Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00 Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Ásta segir þetta dæmi um svokallaða hrútskýringu, en mikið hefur verið rætt um þetta tiltölulega nýja hugtak undanfarið. Mest var umræðan sennilega þegar Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét sama þingmann Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, heyra það í morgunþætti á dögunum þar sem þau ræddu rammaáætlun. Ummæli Jóns um að Björt þyrfti að kynna sér málefni rammaáætlunar betur fóru mjög fyrir brjóstið á henni og lét hún hann hafa það óþvegið í beinni útsendingu:Sjá einnig: Björt vill ekki sitja undir kjaftæði miðaldra kalla „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár.“ Hrútskýringar, eða mansplaining líkt og það útleggst á ensku, er sett saman úr orðinu hrútur og útskýra – og er notað yfir það þegar einhver útskýrir eitthvað fyrir einhverjum á yfirlætisfullan hátt líkt og viðkomandi viti ekkert um málið. Oftast eru þetta karlmenn sem sagðir eru hrútskýra fyrir konum – en konur geta líka hrútskýrt. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.
Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00 Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08
Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52
Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31