Innlent

„Helvítis dóni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Upp úr sauð á Alþingi í dag.
Upp úr sauð á Alþingi í dag. visir/gva/daníel
Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna.

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var í ræðupúlti að ræða fundarstjórn forseta á Alþingi.

Í miðri ræðu gekk Bjarni Benediktsson, að Katrínu og lagði blað í ræðupúlt. Hún brást ókvæða við og krafðist þess að forseti myndi víta Bjarna.

Þegar hún lauk ræðu sinni sagði hún skýrt og greinilega til Bjarna að hann væri „helvítis dóni“.

Síðar þegar Bjarni Benediktsson fór í ræðustól mótmæltu Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir framkomu hans á táknrænan hátt með því að leggja blað í ræðupúlt á meðan ræðu hans stóð.

Uppfært klukkan 19:45:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sakaði fjármálaráðherra í kjölfarið um kvenfyrirlitningu eftir að hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig vegna ummæla sinna í hans garð í ræðupúlti Alþingis.

Uppfært klukkan 21:00:

Katrín Júlíusdóttir hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu í þinginu í dag.


Tengdar fréttir

Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×