Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Birta Svavarsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 11:31 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna segir það óásættanlegt að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. Segir framkvæmdastjórn UVG ummæli Ögmundar vera þvert á stefnu flokksins, þar sem Vinstri græn séu hreyfing sem kenni sig við kvenréttindi og femínisma. Er þess krafist að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. Þetta kemur fram í ályktun Framkvæmdastjórnar UVG vegna ummæla Ögmundar Jónassonar í þættinum Vikulokin þann 20. ágúst. Vísir fjallaði um málið í gær, en í umræddum þætti sagði sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal í sinn garð sér til upphafningar.Sjá einnig: Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningarÁlyktun Ungra vinstri grænna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan „Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna harmar orð Ögmundar Jónassonar í Vikulokunum á Rás 1 þann 20. ágúst. Þar sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sé neikvætt umtal sér til upphafningar og dró í efa þá erfiðleika sem fylgja því að vera kona í pólitík. Framkvæmdastjórn UVG telur það óásættanlegt að þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. VG er hreyfing sem kennir sig við kvenréttindi og femínisma, það er því alveg ljóst að þessi ummæli Ögmundar eru þvert á stefnu flokksins. Í stefnu VG segir að hreyfingin einsetji sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis. Telur UVG því nauðsynlegt að forysta flokksins geri almenningi það ljóst að þessi ummæli séu þvert á stefnu flokksins, og reyni ekki að þegja þau af sér. Framkvæmdastjórn UVG krefst þess að Ögmundur Jónasson biðji hreyfinguna afsökunar á ummælum sínum sem og allar konur í stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna segir það óásættanlegt að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. Segir framkvæmdastjórn UVG ummæli Ögmundar vera þvert á stefnu flokksins, þar sem Vinstri græn séu hreyfing sem kenni sig við kvenréttindi og femínisma. Er þess krafist að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. Þetta kemur fram í ályktun Framkvæmdastjórnar UVG vegna ummæla Ögmundar Jónassonar í þættinum Vikulokin þann 20. ágúst. Vísir fjallaði um málið í gær, en í umræddum þætti sagði sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal í sinn garð sér til upphafningar.Sjá einnig: Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningarÁlyktun Ungra vinstri grænna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan „Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna harmar orð Ögmundar Jónassonar í Vikulokunum á Rás 1 þann 20. ágúst. Þar sakaði Ögmundur stjórnmálakonur um að nýta sé neikvætt umtal sér til upphafningar og dró í efa þá erfiðleika sem fylgja því að vera kona í pólitík. Framkvæmdastjórn UVG telur það óásættanlegt að þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tali eins og hin versta málpípa feðraveldisins. VG er hreyfing sem kennir sig við kvenréttindi og femínisma, það er því alveg ljóst að þessi ummæli Ögmundar eru þvert á stefnu flokksins. Í stefnu VG segir að hreyfingin einsetji sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis. Telur UVG því nauðsynlegt að forysta flokksins geri almenningi það ljóst að þessi ummæli séu þvert á stefnu flokksins, og reyni ekki að þegja þau af sér. Framkvæmdastjórn UVG krefst þess að Ögmundur Jónasson biðji hreyfinguna afsökunar á ummælum sínum sem og allar konur í stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Ögmundur sakar stjórnmálakonur um að nýta sér neikvætt umtal til eigin upphafningar Hörð orðaskipti á milli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Ögmundar Jónassonar vegna ummæla um konur í stjórnmálum. "Makalaus túlkun á okkar upplifun,“ sagði Hanna Birna. 21. ágúst 2016 21:00