Vill sleppa regnbogasilungi til að leysa vanda Mývatns Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2016 19:00 Einn reyndasti vatnafiskifræðingur landsins, Jón Kristjánsson, leggur til að regnbogasilungi verði sleppt í Mývatn. Hann telur enga áhættu felast í slíkri aðgerð og sýnt hafi verið fram á það með rannsóknum í Skandinavíu að þetta sé besta leiðin til að kljást við þörungablóma. Skolpi frá byggðinni í Mývatnssveit og áburðardreifingu bænda er meðal annars kennt um vanda Mývatns og kröfur heyrast um að ríkið taki þátt í mörghundruð milljóna króna framkvæmdum við nýja fráveitu. Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur að slíkar aðgerðir muni engu breyta þar sem áburðaruppsöfnunin í vatninu sé langmest af náttúrunnar hendi.Séð til Reykjahlíðar. Það breytir engu að skrúfa fyrir skolp frá byggðinni og loka á áburðarnotkun bænda, að mati Jóns.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er álitið að það sem komi frá manninum sé 1-2% af heildinni. Ef menn skrúfa fyrir það mun sennilega ekki gerast neitt,“ segir Jón í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það hafi ekki gagnast erlendis. „Það hefur verið reynt erlendis að taka burt áburðinn og loka öllu skolpi og það hefur ekkert gerst.“ Jón segir þörungablóma hafa komið með reglulegu millibili í vatnið um áratugi og sennilega um aldir og varar við því að menn blandi pólitík í umræðuna, eins og þegar Kísiliðjunni var kennt um. „Þetta var hrein og klár pólitík þegar Kisiliðjan var hérna, - það skyldi vera hennar sök. Síðan fer hún og það breytir engu.“ Kísiliðjan hætti starfsemi árið 2004.Hann segir að með erlendum rannsóknum hafi verið sýnt fram á að þörungablóminn myndist þegar jafnvægi raskist á milli tegunda í vatninu. Grænþörungar séu undirstaðan og fóður fyrir krabbaflær. Á þeim lifi fiskur og á þeim fiski lifi svo kannski annar fiskur. Meðan þetta sé í jafnvægi sé vatnið tiltölulega tært. „Ef það nú gerist að fiski fjölgar af einhverjum ástæðum þá étur hann upp allar þessar krabbaflær, sem eiga að halda niðri grænþörungunum." Þörungarnir fái þá frítt spil, auk þess sem fiskurinn fjarlægi ekki aðeins krabbadýrin heldur breyti þeim strax í áburð. Í Mývatni sé hornsílið vandinn, að mati Jóns. Því hafi fjölgað þar sem menn veiði einkum stærsta fiskinn í vatninu, þann sem helst éti sílið. Ráð Jóns er þetta: „Setja í vatnið fisk sem étur hornsílið. Þar höfum við til dæmis regnbogasilung sem er mjög öflug hornsílaæta.“Frá Mývatni.vísir/vilhelmÍ Evrópu sé þetta viðurkennd aðferð sem virki. Hérlendis sé regnbogasilungur ekki ógn við náttúruna þar sem hann tímgist ekki á Íslandi. Það hafi sýnt sig þegar regnbogasilungur slapp í Ölfusá úr eldisstöð. „Hann fór í Varmá og veiddist þar og menn voru bara ánægðir. En hann hefur aldrei tímgast þar.“ Og jafnvel þótt regnbogasilungur myndi sleppa niður í Laxá í Mývatnssveit myndi hann bara bætast við veiðina þar, segir Jón. „Hann myndi ekki hafa áhrif á urriðann. Þannig að það er eiginlegu engu að tapa. Nema, eigum við að segja, heilagri trú á því að gera aldrei neitt sem er öðruvísi en áður var.“ Jón lýsir hugmynd sinni nánar í þessari grein. Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni Umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 13. maí 2016 16:12 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Einn reyndasti vatnafiskifræðingur landsins, Jón Kristjánsson, leggur til að regnbogasilungi verði sleppt í Mývatn. Hann telur enga áhættu felast í slíkri aðgerð og sýnt hafi verið fram á það með rannsóknum í Skandinavíu að þetta sé besta leiðin til að kljást við þörungablóma. Skolpi frá byggðinni í Mývatnssveit og áburðardreifingu bænda er meðal annars kennt um vanda Mývatns og kröfur heyrast um að ríkið taki þátt í mörghundruð milljóna króna framkvæmdum við nýja fráveitu. Jón Kristjánsson fiskifræðingur telur að slíkar aðgerðir muni engu breyta þar sem áburðaruppsöfnunin í vatninu sé langmest af náttúrunnar hendi.Séð til Reykjahlíðar. Það breytir engu að skrúfa fyrir skolp frá byggðinni og loka á áburðarnotkun bænda, að mati Jóns.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er álitið að það sem komi frá manninum sé 1-2% af heildinni. Ef menn skrúfa fyrir það mun sennilega ekki gerast neitt,“ segir Jón í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Það hafi ekki gagnast erlendis. „Það hefur verið reynt erlendis að taka burt áburðinn og loka öllu skolpi og það hefur ekkert gerst.“ Jón segir þörungablóma hafa komið með reglulegu millibili í vatnið um áratugi og sennilega um aldir og varar við því að menn blandi pólitík í umræðuna, eins og þegar Kísiliðjunni var kennt um. „Þetta var hrein og klár pólitík þegar Kisiliðjan var hérna, - það skyldi vera hennar sök. Síðan fer hún og það breytir engu.“ Kísiliðjan hætti starfsemi árið 2004.Hann segir að með erlendum rannsóknum hafi verið sýnt fram á að þörungablóminn myndist þegar jafnvægi raskist á milli tegunda í vatninu. Grænþörungar séu undirstaðan og fóður fyrir krabbaflær. Á þeim lifi fiskur og á þeim fiski lifi svo kannski annar fiskur. Meðan þetta sé í jafnvægi sé vatnið tiltölulega tært. „Ef það nú gerist að fiski fjölgar af einhverjum ástæðum þá étur hann upp allar þessar krabbaflær, sem eiga að halda niðri grænþörungunum." Þörungarnir fái þá frítt spil, auk þess sem fiskurinn fjarlægi ekki aðeins krabbadýrin heldur breyti þeim strax í áburð. Í Mývatni sé hornsílið vandinn, að mati Jóns. Því hafi fjölgað þar sem menn veiði einkum stærsta fiskinn í vatninu, þann sem helst éti sílið. Ráð Jóns er þetta: „Setja í vatnið fisk sem étur hornsílið. Þar höfum við til dæmis regnbogasilung sem er mjög öflug hornsílaæta.“Frá Mývatni.vísir/vilhelmÍ Evrópu sé þetta viðurkennd aðferð sem virki. Hérlendis sé regnbogasilungur ekki ógn við náttúruna þar sem hann tímgist ekki á Íslandi. Það hafi sýnt sig þegar regnbogasilungur slapp í Ölfusá úr eldisstöð. „Hann fór í Varmá og veiddist þar og menn voru bara ánægðir. En hann hefur aldrei tímgast þar.“ Og jafnvel þótt regnbogasilungur myndi sleppa niður í Laxá í Mývatnssveit myndi hann bara bætast við veiðina þar, segir Jón. „Hann myndi ekki hafa áhrif á urriðann. Þannig að það er eiginlegu engu að tapa. Nema, eigum við að segja, heilagri trú á því að gera aldrei neitt sem er öðruvísi en áður var.“ Jón lýsir hugmynd sinni nánar í þessari grein.
Tengdar fréttir Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00 Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00 Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni Umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 13. maí 2016 16:12 Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00 Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ástandið við Mývatn tekið til skoðunar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 14. maí 2016 07:00
Staðreyndir öskra á aðgerðir við Mývatn Neyðarköll berast úr öllum áttum vegna ástandsins í Mývatni – heimamenn, alþingismenn, vísindamenn og almenningur krefjast aðgerða stjórnvalda. 21. maí 2016 07:00
Samstarfshópur skipaður um ástandið í Mývatni Umhverfisráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. 13. maí 2016 16:12
Landvernd ákallar stjórnvöld um að bjarga lífríki Mývatns Landvernd hefur skrifað forsætisráðherra og skorað á ríkisstjórn hans að bregðast við skuggalegu ástandi lífríkis Mývatns. Náttúran skuli njóta vafans og sveitarfélagið aðstoðað við þær aðgerðir sem í mannlegu valdi standa 5. maí 2016 07:00
Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Þingmenn allra flokka á Alþingi lýstu yfir skýrum vilja sínum um aðgerðir til að bregðast við ófremdarástandi við Mývatn. Fjármagns er krafist til að aðstoða Skútustaðahrepp við fráveitumál. Umhverfisráðherra sammála en vísar 11. maí 2016 06:00